Jæja, í dag er 22.nóvember 2002 og í dag eru 22 ár síðan móðir mín og faðir minn giftu sig svo ekki sé talað um það að fyrir 22 árum síðan var ég skírður. Þið sem lesið þetta og þekkið mig megið alveg gefa mér e-ð í tilefni dagsins eða bara segja til hamingju. Mér finnst til dæmi alveg rosalega gaman að gefa gjafir, en samt gef ég eiginlega aldrei gjafir.Af hverju í ósköpunum gefur hannn aldrei gjafir ef honum finnst svona gaman að gefa gjafir?!! Jú ég er svo blankur og framtakslaus maður að ég kaupi mér frekar hambó eða petsu nú eða brennsa. Ef ég myndi nú einbeita mér að því að láta peningana mína (hans Sveinbjörns) renna til vina minna og ættingja þá liði mér örugglega miklu betur því þetta fer hvort eð er allt í vitleysu. En á móti kemur lífspeki sem menn eins og SHA hafa komið með á lífleiðinni ,, You've only got one life so live it cool", sem gefur augaleið að maður ætti að láta peningana renna í eigin glens og gaman.
LEIKUR í kvöld í íþróttarhúsinu smáranum í Kópavogi þar sem Breiðablik tekur á móti HK-b, í pespí utandeildinni eins og ég kýs að kalla hana:Hvernig fannst ykkur þessi, ha shrimpið. Any.. rútur verða til gagns fyrir börn og gamalmenni Kópavogs og verður stoppað fyrir og eftir leik í Digranesi og niðrí Fossvogi og pissað ó HK merkin, þeir sem geta ekki pissa sökum þvagfærasýkinga eða þess háttar fá aðstoð við losun úr þvagpokum frá mönnum eins og Stefáni Hrannari og jú auðvitað Sighvati Blöndal. FRÍTT INN og FRÍTT í rútu.
Skemmtileg mynd í mogganum af góðkunningjunum Georg Bush og D.Oddson, helvíti hressir piltar sem taka lífið né annað fólk alltof alvarlega, heldur sigla sinn skemmtilega meðalveg mikulmennskubrjálæðis og drottnunarsýki. Vona að D.O. lesi þetta aldrei, þa´myndi ég örugglega týnast í einhvejum undarlegum hálendisleiðangri sem ég á einhvern hátt átti að hafa ákveðið að fara í. Gaman að lesa ræðun hans Davíðs, það er alltaf eins og við séum að fara að gera eitthvað í Írak eða N'kornakarabak. Ég fer bráðum að bíða eftir herkvaðningu frá Íslenska ......ráðuneytinu, ég held að íslendingar séu alveg vonlausir hermenn. Við höfum það af gott, berjumst með pennanum og blekinu. Er ekki að sjá það gera sig í persaflóa. Þeir senda sinnepsgas og við sendum harðorða greinagerð um meðferð kvenna á opinberum stofnunum.
Jájá þetta var allt mjög gaman en nú styttist í leikinn og svo fær maður sér öruuglega 2-3 kalda niðrí bæ. Sjáumst öll rjóð og hýr í fasi sem í bragði. Blogout.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home