fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Langt síðan maður hefur rifið í bloggið, ekki það að maður sé svo busy. Maður fer að nálgast afkastagetu Hreidda Odd. sem finnst Kristján alltaf jafn ógeðslega skemmtilegur. Menn dæma um það. Sumarbústaðarferð nálgast og skv. kunningja mínum Tómuási verður e-ð um kvenfólk þar ef skildist rétt, gott að fá það á hreint áður en maður pakkar niður wifebeaternum og tilsvarandi græjum er bringuslide á eldhúsgólfi krefst. Peterson som kender sig ved syphilis sem getur by the way valdið hjartabilun er rifbeinsbrotinn skv. úrskurði mínum. Blóðprufan sem ég tók er á leiðinni í hús og verða niðurstöður birtar á vefnum von bráðar. Veðmál í gangi hver natríumbúskapur líkamans og hlutfall LDL kólesteróls miðað við HDL kólesteróls í gangi í skólanum hjá mér enda peter orðin með þjóðþekktari mönnum eftir að framboðsæðið greip hann. Hann ku hafa brotið rifbeinið þegar hann var slammaður af flokksmönnum sínum eftir að upp komst að hann hlyti 5. sætið, við hér á blogspot segjum til hamingju.

Frábær þáttur ER í gær. Carter hefur tekið yfir og Mark green horfinn yfir móðuna miklu, komst ekki hjá því að gráta nokkrum tárum óréttlætis sökum hverfulleika lífsins og andúð guðanna á okkur. Við erum nú svo hégómafull að flest okkar ættu það skilið að brenna í helvíti, en flestir ekki sem betur fer. Ég hef að nokkru ákveðið herju verður hent í sogið um helgina, þar verður sálfræðibókin mín eflaust fremst í flokki, í henni segir orðrétt ,,...the best way to prevent pain, is to avoid getting injured or hurt...", ég lýk máli mínu sálfræði er fyrir fínt fólk en þessi bók er ekki að gera mikið annað en styrkja mál þeirra sem er í nöp við það fag.

Leikur í kvöld við UMFN sem vonandi verður málefnalegri en síðasti leikur okkar við HK-b sem var vægast sagt á leikskólaleveli hvað varðar hk-menn sem ættu aðeins að hugsa sinn gang áður en þeir bera meiri skít og hneisu út um bæinn fyrir þetta annars ágæta handboltalið sem er komið í úrslit bikarkeppni hsí. Nefni engin nöfn en dissari ársins lét þessi fleygu orð falla eftir að hafa gefið mér olbogaskot og ég jafnharðan innt hann svörum hvað varðaði andlega geðheilsu hans..,,..hvað ert að æfa þetta ömurlega sport, farðu frekar að æfa fótbolta.." og jafnharðan heyrðist ,,....ég drep þig eftir leikinn..", já það verður ekki af fullorðnum mönnum skafið þegar kemur að því hvernig eigi að höndla skapið svo ekki sé talað............ bull, eyðum ekki meiri púðri í þetta.

gott í dag.............................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home