Í dag er 26. nóvember og formlega liðnir fjórir dagar frá síðustu skrifum og pælingum. Minna en mánuður til jóla og enn minna en mánuður í próf. Próf, prufung, test en exam. Já er maður ekki að hugsa of mikið um þetta kjaftæði, ég á eftir að taka svona skilljón slík í framtíðinni, svo af hverju ekki bara að skítfalla núna og vera búinn að því. Kjaftabull og vitleysa þetta reddast eins og allt. Ekkert áfengi um helgina og þykir mörgum um, en ekki mér. Ég er nokkrum krónum og heilafrumum ríkari fyrir vikið. Lærði hins vegar ekki mikið um helgina, ég er farinn að læra fullmikið á kvöldin og nóttunni. Taka vampíruna á þetta. Sef á daginn, lifi á blóði upp á Landsspítala. En að öllu skemmtilegri og fjörugri málefnum. Helvíti er hann Ástþór að koma sterkur inn þessa dagana. Friður 2000 hefur víst bara átt við árið 2000, eftir það byrja þeir að sprengja flugvélar og saklaust fólk. Ekki það að drepa saklaust fólk sé e-ð siðferðislega rangt hjá sumum þjóð þá hefur það ekki viðgengist hér síðan á fornöldum og þá var það gert til gamans við stundun knattleikja eða til að svara fyrir svívirðingar, spott og háð og þess háttar smámuni. Það virðist nú reyndar e-ð vera að færast í aukana meðal félaga minna og jafningja að lasta menn með lausri hönd fyrir köld orð eða augnarráð. Það er alltaf sorlegt að sjá fólk slást svínslega drukkið niðrí bæ, ég hef aldrei lent í slagsmálum, næstum því einu sinni en í það skipti var höndin kyrfilega föst. Þá að íþróttum. Við unnum HK-b á föstudaginn 20-15 í e-m þeim leiðinlegast leik ferils mín, og áttu þar ónefndir andstæðingar mínir alla sök á máli. Reyndar gat ég ekki resgat í leiknum. Sumir einstaklingar á nesi því er við feitann er kennt eru greinilega aldir upp til þess að vera leiðinlegir. Ég er hins vegar skemmtilegur og nota ég það óspart til að bæta upp fyrir galla mína sem liggja í dýpri sprungum og flóknari málefnum. Fólk sem er leiðinlegt er þannig lýst:,,Hann þótti óvenju fínní einrúmi, slæmur með víni en vildi alltaf vel." Ekki bæti úr þegar einstaklingurinn talar með mónótónískri röddu. Las í gærkvöldi smásögu eða þátt sem H.K.Laxnes samdi um árið sem nefnist ,,Lilja saga Nebúkadnesar Nebúkadnesarsonar" Fín saga, stutt og þægileg og kennir manni að lífið er ekki alltaf eins og það sýnist og þeir fátæku eru oft hamingjusamari en þeir ríku og auðvitað bara það að mannslíkaminn er einskis virði þegar maður deyr og já líka það að engin ræður sínum næturstað þegar yfir líkur og sumir fá einungis eina svefnótt í kirkjugarði dvalið. Að lokum vilja bara segja lifi Europay að eilífu og ekki nota Via-krem, það virkar alveg jafnvel að nota beiskann. peace out........
Síra K. L. Hallgrímsson Candidatus Medicinae
Takið postullegri blessun á heilögu altari eldsins Heil sé nýkjörnum Páfa, Heil sé eilífðum eld í hjörtum trúaðra og á báli heiðinna
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home