miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Vika frá síðustu hámenningu bloggheimsins, jú þegar ég bloggaði síðast. Síðan þá, bústaður með tilsvarandi áhugaverðheitum. Hákon farinn til Usa og er sagður ekkert á leiðinni heim, Söðvar gauti handleggsbrotinn, Þorgeir Hólm enn týndur eftir að hafa ekið í Sogið á leiðinni heim úr bússanum, P. Syphilis eða mella eins og orðið var um daginn ekki enn búinn í kosningum og hefur að sögn sumra lagt niður handboltavettlingana, Ásbjörn ´77 lét ekki sjá sig í bústaðnum nú ekkert frekar en Selma og Ólöf Ingunn sem ég þó boðaði.

Skellti mér á laugardeginum í bústaðinn, drykkjan var ágæt en fengið af skornum skammti, menn blótuðu þorrann í nöktum potti en þá ákvað helmingurinn af hópnum að skella sér í bæinn sökum áfengis- og plássleysis. Örlygur fékk flogaveikiskast og hafði hann alla og ærna ástæðu til þess: jú hann hafði tapað úlpunni sinn sem hafði að geyma allar hans veraldlegu eignir, þá erum við að tala um símann og veskið. Útrás fékk hann á öllum dauðum hlutum því ljóst þótti að ekki gæti hann hringt framar hvað þá keypti sér e-ð sem hönd á festir. Að sjálfsögðu fann hann úlpuna á e-m fáránlega augljósum stað. Ég hefði frekar viljað sjá hann Lyga dansa.
Stjáni Bingó kom með Þorramat sem var hálfbragðlaus, fyrir utan hrútsscrotumið.

Próf á föstudaginn með tilheyrandi hátíðarhöldum og nú hér á bókhlöðunni. Ótrúlega mis -frítt og -áhugavert þetta stúdentapakk sem heldur að það fái e-u ráðið í framtíðinni. Háskólalistinn kominn á fullt í baráttunni og ég ætla að kjósa þá, er nokkuð viss um að hann myndi mæta allur eins og hann leggur sig ef honum yrði boðið í bústað hvað þá ef þeir héldu bústaðin sjálfir.

Pizza og ER í kvöld.....ha detta í hommarann...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home