þriðjudagur, apríl 20, 2004

Það var að koma tilkynning í hús.

HÉÐINN GILSSON SCROTUM er hættur

Héðinn leggur skóna á hilluna

Senda frétt
Leita í fréttum mbl.is
Fréttir vikunnar
Prenta frétt



Héðinn Gilsson, stórskytta Framara, hefur líklega bundið endahnútinn á feril sinn sem leikmaður í meistaraflokki með oddaleiknum við KA nyrðra á laugardag.
"Þetta var síðasti leikurinn minn, það er alveg klárt," sagði Héðinn. "Ég byrjaði 17 ára með meistaraflokki FH og verð 36 ára í haust. Þetta er búið að vera mjög gaman en hefur að sjálfsögðu tekið sinn toll. Ég tel skynsamlegt að hætta á meðan ég get ennþá gengið sjálfur út af vellinum. Ég var reyndar búinn að lofa sjálfum mér því að hætta fyrir 35 ára afmælið en gat ekki efnt það loforð," sagði Héðinn. Um leikinn, sem Fram tapaði, 34:30, sagði hann. "Við vorum eins og börn í fyrri hálfleiknum og hreinlega ekki klárir í slaginn. Vörnin var slök og markvarslan einnig. Hraðaupphlaupin komu því ekki og við vorum einfaldlega ekki nógu góðir," sagði Héðinn.


Þetta er sorlegt enda hér ein mesta stórskytta sem íslenska fósturjörðin hefur alið af sér. Ég hef ákveðið að neita mér um mat og drykk í viku af tilefni þessu


Með kveðju lengi lifi HÉÐINN

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home