fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Fimmtudagur í dag og ég blogg seint eins og alltaf. Var að koma úr skoðunarferð á Landspítalanum. Viðfengum að skoða gjörgæsludeildina og nýrnadeildina. Þetta var hálfeinkennilegt.Ég hef alveg unnið á spítala og séð sjúklinga og fárveikt fólk en þarna vorum við 15 saman í hóp, standandi yfir jafnöldrum okkar með massavél sem hreinsar úr þeim blóðið, að hlusta á það hvernig vélin virkar og hvar hún er framleidd. OK einhvernveginn verður maður nú að læra og sjúklingarnir voru örugglega búnir að gefa leyfi. Helvíti frískandi að mæta þrisvar í viku 4 tíma í senn og láta hreinsa á sér blóðið, hey maður þarf a.m.k. ekki að pissa jafnoft, held ég. Kann ekki nýru.
Leikur í kvöld við stjörnuna, við vinnum pottþétt, ég held að stuðullinn sé 1,23 - 6,7 ekki jafntefli því við gerum aldrei jafntefli.
Það er búið að hengja upp grein úr Fréttablaðinu upp í skóla eftir strák á 1. ári í læknisfræði. Sá hnokki kallar sig Hálfdán Pétursson, sonur Péturs Pétursonar lækni, bróðir Péturs Péturssonar læknis og bróðir Huldu Pétursdóttur hjúkrunarfræðings. Ættarsagan aðeins til að undirstrika ástæðu hrokans. Hann var að gera lítið úr samnemendum sínum í clausus og kalla þá aumingja og síðast en ekki síst gera lítið úr foreldrum þeirra og uppeldi. Eitthvað í sambandi við þá sem kvörtuðu undan prófinu um daginn, umræðan á rétt á sér en þessi gaur fór alveg ótrúlega að málinu og ég efast um að hann fái að ganga um óúthræktur í framtíðinni. Ég ætla amk. að skera á dekkinn hans.Á eftir. Það er svona fólk sem kemur illu orði á læknanema, að þeir séu hrokafullir og e-ð yfir aðra hafnir.
Af Ástþóri er annars það að frétta að ég kíkti á hann um daginn, við fengum okkur kaffi og svalakex og hann virðistvera við hestaheilsu þó hann hafi reyndar kvartað yfir síenduteknum höfuðverkjum og gríðarlegum liðleika í hálsi sem gerir honum kleyft að snúa hausnum á sér 360°.
Ég hef ákveðið hvert áramótaheit mitt verður, ég ætla að finna mér e-ð hobby, mér datt í hug köfun en það er dýrt, hættulegt og kalt. Hestar eru dýr(ir), hættulegir og kaldir og skíði eru rándýr, stórhættuleg og ísköld. Golf er dýrt, nokkuð hættulegt en ekki kalt þannig að ég held það verði golf. Annars er fótbolti helvíti fínn nema maður þarf alltaf að hafa einhverja 12 með sér.
jæja lestur og leikur......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home