mánudagur, júlí 28, 2003

það er aldeilis búið að breyta miklu hérna síðan síðast. Ég stend ekki alveg fyllilega föstum sporum á því hvort bloggið sé í raun ennþá við lýði. En hér hefst smáskrift sem hugsanlega mun stigvaxa þegar tekur að líða á veturinn. Sumarið tiltölulega vel hálfnað og sólin skín rjóð á vanga íbúa stórkópavogssvæðisins þó sjálfur búi ég í 101 Reykjavík með mönnum eins og Balta, Hilmi, Skúla Mogensen, Frikka Weis og auðvitað Ástþóri Mag. að öðrum ólöstuðum. Innflutningaspartíin eru þegar byrjuð en hér er um að ræða röð partía sem koma til með að standa yfir næstu árin sökum 40 fermetra íbúðar, ætlunin er að hafa þetta í hollum, næsta holl samanstendur af HK-ingum eingöngu eeeeiiinmitt (hér ber að notar raddbeitingu munkakórs í klaustri). Allavegana skemmtileg tilraunarstarfsemi hérna á bloggkantinum, hugsunin er sú að halda áfram að skrifa og sjá hver tekur fyrstur eftir því sá hinn sami skal senda mér e-mail á mr_flame@hotmail.com og ég kem til með að senda honum vegleg peningaverðlaun hið snarasta.

í kvöld: handbolti-svo grillaður kjúlli
á morgun: hver veit.......hver veit

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home