föstudagur, mars 28, 2003

Teljarinn minn er farinn að telja afturábak held ég. Skil ekki alveg. Mars á enda innan fárra daga og fjöldi saklausra hermanna sem falla í valinn fer vaxandi. Olíverð hækkar og sjálfstæðisflokkurinn heldur landsmót eða hvað það kallast. Guffi er áreiðanlega á staðnum með brosið sitt fagra klesst upp með vegggjum. Skattalækkanir...enmiTT á stefnuskránna verður bætt við fjárlögum til myndunar sérsveitar Davíðs eða einhverskonar humm lýðveldishers. Og hvernig væri það. Hann fengi vald til að hengja alla róna og öryrkja svo ekki sé talað um ellilífeyrirsþega sem eru að blóðmjólka þá peninga sem hægt væri að nota í e-ð af viti. Hér mæli ég með kaldhæðnistón ef e-r eru að missa niður um sig buxurnar.

Michael Jackson er fínn gaur, ég sá það í gærkvöldi, hann er guð og allra mikilvægast toppeintak þó hann sé ljótur. Hann er meir að segja alveg nokkuð klár með nokkrum standard deviation frá mean-gildi. Hr. Bashir er dóni og mjög vondur kall, hann er frekar lævís maður, hann er náttúrulega blaðamaður sem hefur náð mjög langt og ekki af ástæðulausu. Já dóni hann er.

Tómuás er ekki lengur í blogginu og Pétur hefur greinilega séð hag sinn í því að ég myndi líka hætta en hann er ekki svo heppinn kallinn sá. Annars er bara stemnig á bókhlöðu satans, fólk í fjöri og farið að rífa hér af sér föt og önnur klæði. Dúndrandi techno-tónlist hljómar í hátalarakerfinu í bland við geðsjúk öskur þeirra sem dansa hér upp á borðum. Það er búið að skrúfa fyrir kalda vatnið á klósettinu og vatnið selt niðri í matsal á 500 kr Lítrin, matsalurinn er svona slökunarherbergi fyrir þá sem vilja hlusta á jaðar og sigur rós og fá sér ilmandi GANJA-dojng. Við hin sitjum bara róleg og lesum nú t.d. tölfræði sem er álíka fjörugt og æsandi, maður er að tapa c.2 L af svita á klst. þ.e. 300 ml á blaðsíðu því alltaf er maður ná að læra eitthvað sem kolvarpar fyrri kenningum um lífið og hvað er betur þess fallið en TÖLFRÆÐI, miðgildi og Gauss-kúrfur.

Það er svo hrikalega loðinn gaur sem situr við hliðina á mér. Ég vona að ég verði aldrei svona. Hann er alltaf að klóra sér og hósta og maður sér hvernig hann engst um af óþægilegheitum og viðbjóð. Svo borar hann mikið í nefið á sér og nuddar því annaðhvort í buxurnar eða undir efri vörina, já hann er án efa að stúdera hvað á ég að segja t.d. frönsku. Vá um leið og ég skrifaði þetta þá fór hann að tala við manninn á móti mér á frönsku þannig að hann er ekki í frönsku en ég sá um leið að hann hélt á verkfræðibók þannig að þarna hafi þið það. Franskur verkfræðinemi........... hann er á móti stríðinu.

Tzuch

Þetta var nú ekki skemmtilegt blogg...minni á hana ally hér til hliðar hún er að koma sterk inn með miður ágæta síðu sem leynir á sér sökum litar og óhóflegs fjölda af fáum stafsetningarvilum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home