Þá er fyrsta prófið búið og ég er ekki frá því að lítið gleðitár læðist niður hægri kinn. Sumarið er að safna kröftum, maður sér það augljóslega á umhverfinu. Stelpurnar farnar að klæða sig minna og minna með hverjum deginum. Það er nú samt ekki sumar í Írak ef svo má að orði koma, þar rignir sprengjum og olíueldar brenna, ekki ólíkt venjulegum degi í helvíti hjá Satan og kunningjum. Mér gekk þó ágætlega í þessu prófi sem kannaði getu í mannlegum samskiptum og tölfræði. Ég er náttúrulega snillingur í mannlegum samskiptum þar sem samkenndin er mín sterkast hlið. Ég forðast að fara yfir boundaries á samskiptum við sjúkling þ.e. taka þátt í kynferðislegu athæfi þar sem reglur lýta svo á að ég sé valdhafinn og sjúklingurinn blindaður af því og annarri geðsýki. Þetta stóð í bókinni.
Næst tekur við óhófleg svitaframleiðsla í kjölfar iðraanatomiu-prófs eftir 2 vikur. Handboltamót framundan og úrslitakeppni að hefjast. Kosningar nálgast og Pétur flýr land sem þyðir að hann fær ekki medalíu skv. landslögum HSÍ. Tómas missti báðar hendur í miður vandræðalegu slysi í matvöruversluninni STRAX í hófgerði á níunda tímanum í upphafi mánaðar. Hann hefur ekki getað bloggað síðan þá en von er á sérstöku lyklaborði frá Seoul sem er ætlað að hjálpa honum við bloggskriftir.
Fór í kaffipásu á bókhlöðunni e-n tímann á laugardaginn. Fyrir aftan mig sátu menn sem voru að skemmta sér í heilaleikfimi. Þeir voru semsagt lúðar. Og þeir voru ekki á þeim buxunum að fara hljóðlega með það. Þeir göluðu yfir allan matsalinn, þeir voru að reyna að koma með öllu ríki í USA. Voru komnir með 39 og voru búnir að gera í brækurnar á ríki númer 20 af spenningi. Á meðan þuldi yfirlúðinn upp allar borgir í viðkomandi ríki á meðan undirlúðinn útskýrði fyrir matsalnum hverjar væru helstu iðngreina og útflutningsvörur ríkisins miðað við landsframleiðslu. En þeir klikkuðu á Nýju-Mexíkó skv. lúðavini þeirra sem kom aðvífandi, nýkominn úr Nexus, þar sem hann var að kaupa hermannabúning fyrir sig og litla frænda sinn. Sá vinur var undir eins tekinn í guðatölu bæði því hann var í hermannabúning og af því hann vissi hér með meira en allir á bókhlöðunni um landafræði jarðarinnar sem einskorðast víst við Bandaríkin. Þessi saga var að mestu leyti rétt sögð en hún var skemmtileg og fræðandi.
Útborgun nálgast þannig að ég kemst hjá því að úrskurða mig gjaldþrota. Þeir sem vilja skrifa upp á víxla fyrir mig endilega skrifið á gestabókina mína eða skrifið bara e-ð á gestabókina mína, við getum haft skoðunarkönnum þar sen allir sem koma og lesa þetta skrifa e-ð lítið og kommenti á síðuna hjá Allý hér til hægri.
Ármann tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólann um daginn og fær hann að segja bless fyrir mína hönd.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home