þriðjudagur, janúar 06, 2004

Gleðilegt ár og þökk sé því fyrra og þeim fyrru taki það til sín sem eiga eitthvað í því.

Ég fékk mikið af jólapökkum og skaut ekki upp rakjétttum og vann mikið og svaf mikið. Fínt, hafði það ágætt. Áramótaskaupið fór langleiðina með mig út á bryggju þar sem ég hugðist ganga í hafið en þá fattaði ég að þetta væri allt í lagi því ég átti ,,opinberun hannesar H.,, inni og hvílíkt og annað eins hefur ekki sést á öldum ljósvakans, ég bið Davíð um að sinna núverasni starfi aðeins lengur því ef þetta er það sem koma skal þá er ekki bjart yfir vötnum.

Ég fór á LOTR 3 aftur og hvílíkt og annað eins. Bældur maður settist á milli sæta við hliðna á mér þegar ég settist niður í bíóinu, ég spurði hann hvort hann væri að taka frá og hann gefldi sig í framan og sagði já- OK þannig að ég færði mig einn rassi til hægri enda þeim megin í salnum. Ég sat þar í nokkrar sek. og passaði mín 3 sæti, þá fann ég að maðurinn hafði sett höndina á sætið mitt og kom við rassinn á mér, mér til mikillar ógleði og þágufallssýkis þannig að ég þéraði hann og spurði enn á ný hvort hann væri virkilega að taka frá sætið og hann þyrfti að segja mér það því ég var líka að taka frá sæti, hann sagði já á enn asnalegri máta og þá koma konan hans á siglingunni, hún var á öðru tonni og þótti greinilega vel til sín koma enda búin að kaupa tvo miða fyrir sig í bíó þannig að ég færði mig enn til hægri enda kunni ég ekki við að sitja með kvennflygsið ofan á mér og með karlmannshönd á vinstri rasskinn. Skemmtileg byrjun á góðri bíóferð sem endaði með því að ég skemmdi bílinn hans og sprengdi dekkinn á meðan þau horfðu á endann sem ég hafði náttúrulega séð og nennti ekki að horfa á fall kollega míns Saurons enn og aftur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home