mánudagur, júní 07, 2004

Hver svífur hérna inn eftir þessum bloggvelli á glænýjum skóm og tilbúinn að mæta sumri með bros á vör og frisby í hægri.

Takk fyrir og komið öll saman blessuð og sæl. Þessi dagur fer á spjöldin því Davíð Oddson var rétt í þessu að segja af sér sem forsætisráðherra og ég var að skila inn ritgerðinni minni og þannig formlega að klára 3ja ár þessa tímabilsins í námsskrá minni. 24 ára verð ég að fullu þann 6.ágúst komandi. Byrjaði í núllta bekk 6 ára og enn sér ekki fyrir endanum en hvað mað það þegar sumarfríið blasir við með útbreyddann arminn. URBAN dagur í nánd og hvað mann hlakkar til. já eins og Pétur og Tommi sungu ásamt Svölu Björgvins í Jólastund með Afa árið 1986,,,,ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til, nú er bara að bíða og vona því er tíminn alltaf sona lengi að líða og ef þið viljið vita restina endilega hafið samband í síma minn 8622128.

Kom frá Norge í gær þar sem ég fór m.a. út í Ulf-eyju, sem eru ættjaðrar Tómasarættarinnar, réttast bjó amma hans Tomma á Mávavegi þar á slóðum. Mér er nú ekkert um máva gefið, sérstaklega ekki mávanna tvo sem ofsóttu mig fyrir utan Mcdonalds á Karl Jóhann götu og hröktu mig inn aftur með matinn minn. Djöfull!!!!!!

Var að skila ritgerð minni sem bar heitið "mynstur og afleiðingar mjaðmaaðgerða á íslenskum börnum síðastliðin 20 ár" 60 bls og prentað út í þremur eintökum,innbundið helvíti alls 6000 krónur.Þetta verður gefið út á 54 tungumálum og m.a. notað í Zambíu þar sem börnum verður kennt að lesa útfrá ritgerð minni, þ.e. eftir að búið verður að þýða ritgerðina.

Hv´´ilíkt og annað eins blogg, þakka öllum sem enn nenna að lesa, svona er að hafa ekki áhyggjur af einhverjum prófum og ritgerðum þá bara bloggar maður bara og blogggar. Ég kem til með að vera duglegur í framtíðinni því ég verð á næturvöktum í sumar með aðgang að netinu.

Minni alla á UA á laugardaginn þar sem ég verð í skemmtinefnd ásamt sér í duglegri meðlimum Kristjáni Inga og Úlfi Partý Traustasyni.

Bkv. og munið grænna gras mun fyrir ykkur liggja ef hamingjun þið kjósið að þiggja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home