mánudagur, desember 02, 2002

Enn einn dagurinn að degi kominn og helgin liðin. Önnur helgin án áfengis og djöfull er maður ferskur. Lærði um helgina og ég nenni ekki að tala um það e-ð nákvæmar. Hausinn að lagast samt með smáverk í hálsi en það barílagi, helgin fór í þjáningar vegna aukaverkana. Inn á þann lista bætist fæðingarþunglyndi, exem, dæmigerð einhverfa og búlimísk stelsýki á meðferðarstigi. Þannig að ég Ástþór og Anna Kristjáns og gaurinn sem á bláa hornið í kóp/rey. grétum saman allt föstudagskvöldið. Eftir það fór ég og hitti Stjána og Kúlf Randa og horfði myndirnar þeirra. Hann úlfur er orðinn býsna sleipur go ekki skemmir hann Kúddi fyrir með skeleggum komentum.
Stórleikur á morgun skyldi það af e-m ótrúlegum ástæðum hafa farið framhjá ykkur öllum sem lesið þetta. Það er alltaf að bætast við skemmtidagskráina, ég held þetta endi í 6klst. pakka. Fyrir og á meðan leik stendur verður áhorfendum boðið upp á að kasta Sigurði Geirdal fyrir utan Smárann. Sá sem hefur Geirdalskastið er enginn annar en Páll Pétursson félagsmálaráðherra og verður þetta hans síðast embættisverk því hann mun að öllum líkindum fá hjartáfall við átökin, nú sá sem kastar lengst fær frítt í ljós og gjafakörfu frá Jóabúð eða Kársneskjöri að andvirði 500 kr og auðvitað frítt inn á heimaleiki Breiðabliks. Magnús Blöndal mun sýna íþróttameiðsl inni á karlaklósetti og mæðrastyrksnefnd mun safna líkamshárum af gestum og gangandi vegna fyrirhugaðra koddagerðar fyrir heim í vanda.

Allir að mæta á leikinn.

Horfði á G.I.Jane í gærkvöldi. Hatrömm baráttusaga konu sem vill drepa. Nenni ekki að tala um hana-leiðinleg. Það hefði mátt bæta Cuba Godding Jr. inn í myndina, hann hefði getað talað um það hvað honum finnst gaman að kafa og spila rúbbí. Svo gætu hann og Demi Moore grátið eins og honum einum er lagið.
Ég vil minna á baráttuna sem íbúar Blesugrófar standa í þessa dagana, það á að flytja þá frá Kópavogi til Reykjavíkur gegn þeirra vilja. Ég yrði alveg svissaður í kollinum og er það fyrir þeira hönd. Ég reikna með því að þetta verði það eina sem ég muni gera til að styðja þau en þið kannski látið það ganga eða mótmælið þögullega heima hjá ykkur. Það er svona íslenska leiðin ef maður er e-ð ósáttur. Einhverjir gætu hengt keðjur á Jón Siguðsson eða bara á Gunnar Birgisson þegar hann er sofandi.
Pétur verður að fá + fyrir þá hugmynd að krossfesta Margeri Pétursson. Þó hann sé skákmeistari þá er hann einnig D-ari og möppudýr árþúsundsins. Ég og hann förum alltaf saman í sund á kvöldin og hann kemur alltaf trítlandi til mín í pottinn með sundhettuna og sundgleraugun á sér, og tekur þau ekki af sér. Hann bað um það.
Jæja nóg komið, lokapunchlænið í dag er þetta: "Fólk leggið rækt við það hvernig þið ælið."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home