mánudagur, júní 13, 2005

Nú setjum við nokkur orð niður.

Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á orðum mínum hér í gær, ég var ekki með sjálfum mér, allir höfum vér víst veikleika og vel er hugsanlegt að tungu minni hafi verið byrlað eitur af þjónum syndara og orðljótra merakunta. Ég horfi auðmjúkur framan í ykkur lesendur og fylgismenn mínir og bið um syndaaflausn svo ég fái friðar auðnið í eilífðinni er þessu lífi líkur.

En þá að alvöru málefnum; var að koma af stórgóðri bíómynd sem heitir Stjörnu stríð 3, hefnd Sithans, skrýtið að skýra myndina 3 en ég heyrði útundan mér að það væru til 1-2, það hefur þá alveg farið framhjá mér. Talandi vélmenni og lítill grænn kall að skylmast, loðdýr og rafmagnskall sem var svakalega ljótur í framan og var að ég held Sithinn, annars fattaði ég ekki myndina því það gerðist allt svo hratt og sumir kunnu ekki ensku. Get ekki beðið eftir að sjá nr.4 og vita hvað verður um svarta vélmennið, vonandi hittir hann börnin sín og fær einhver lyf við þessum öndunarerfiðleikum, hann þjáist af heiftarlegum hvíldarberkjusamdrætti og nefstíflu af gráðu 3. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja aksjón en ef þú ætlar að skilja eitthvað í henni þá þarf maður að sjá hana minst 2-3 x eða lesa eitthvað um þessi vélmenni á internetinu, annars er þetta framtíðarmynd og þá vissu menn miklu meira um tæknina og svoleiðis þannig að það er ekki nema von að maður skilji ekki allt sem er að gerast.

Vil þakka Andra og fjölskyldu fyrir veglegan og flottan gleðigjörning í gær, flott heimboð og úrvals partí, bjórinn flæddi eins og vín og gourmeið var delisíus. Leiðin lá svo á kofann í "..come on come on come on, love is.....................come on come on.....you are the only one.......come on come on come on......", hot stuff og læti, þegar líða tók á kvöldið sótti að mér feigðin með áranórum og feigðarrósum þannig að ég tróð heitri pulsu upp í mig og Sigrún tróð heitri kartöflu í kok kristjáns Inga svo næstum hlaust af bráður bani, Pétur framdi gjörning á Torgi algleymisins fyrir utan Kebab húsið en þar framkvæmdi hann skyldu sína sem sannkristinn maður og krossfesti útigangsmann sem hafði í fórum sínum rúnir að við best höldum, þessu til sannleiks og réttlætingar þá missti Andri einmitt þvag þetta kvöld svo hér var greinilega um pretti undan rifjum nóraróna þess er festur er enn á þaki Vöfluvagnarins, reyndar er mögulegt að Andri hafi misst þvagið sjálfviljugur í klósettskálina en í himnesku trúar- og friðarstríði þarf vissulega að færa fórnir rétt eins og þegar ég fórnaði rólegu kvöldi heima og fór í bíó núna áðan;munið frásögnin áðan.

Vil minna á sumarjafndægur sem nálgast , 21.júní, þá fara Huldumenn, mórapíkur og fjalakettir á kreik og því vil ég minna menn á að þá er ekki verra að hafa vel heflað prik á borð við Kristnarann við höndina.

Farið á guðs vegum..................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home