ég er svona að fikra mig áfram í hinum erfiða java-heimi. Er komin með ágæt tök og eru fáir útvaldir komnir á link hjá mér að sjálfsögðu gegn mánaðarlegum greiðslum. Ef þið viljið að ég linki ykkur endilega skrifið í gestabókina, já það er komin gestabók. Nú þurfið þið ekki að hringja eða senda e-mail, ef þið hafið spurningar hvað varða anatomiu eða annað ekki hika.
Stutt í próf og stutt í stríð. Stríð við Írak, ég spái upphafinu að endaloknum þann 23.janúar. Ekki spurning sinnepsgas og læti. Ísland verður þvingað til þess að senda herlið, allir undir 40 ára aldri.Þeir deyja=>Ísland deyr út=>Ísland gert að fanganýlendu á ný=>Íslandingar verða ógeðslegir=>Íslendingar verða fallegasta og úrkynjaðasta þjóð veraldar c. árið 3000. Hringrás lífsins er algerlega óumflýjanleg eins og gott og það nú hljómar.
Jeppamenn víkja ekki og þeir hleypa ekki, alveg ótrúlegt, þeir mættu gjarnan aka á sjó út fyrir mér. Örugglega það sama upp á teningnum heima hjá þeim, enginn kemst á klósettið fyrir þeim, blokkera alla umferð niður stigann og um eldhúsið. E-ð reðurcomplex sem menn eru að setja fyrir sig.
Ég ætlaði að endurnýja umsókn mína á stúdentagarðana og þá kom bara e-ð your application is lost in limbo somwhere, hvað þýðir það.
Application status: Lost in limbo somewhere *
Applied for # on list Stay on list
Einstaklingsíbúð 5-2, 12 mánaða leiga (Ásgarðar)
Einstaklingsíbúð 5-7, 12 mánaða leiga (Ásgarðar)
Einstaklingsíbúð 5-7, 12 mánaða leiga (Ásgarðar)
Tvíbýli 5-3, 12 mánaða leiga (Ásgarðar)
Hérna sjáiði copy af síðunni.
Limbo er sko leikur sem fólk fer í til að sanna liðleika og svignifærni. En umsóknin mín hefur greinilega alveg týnt sér í leiknum sökum fádæma gleði og þau vita ekkert hver hún er.
.....jæja bless bara, guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góða daga með bjór og gleði í haga.....


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home