föstudagur, desember 13, 2002

Föstudagurinn 13. er hafinn. Já, ég byrjaði daginn á alveg gífurlegri óheppni því ég komst að því að ég á engan pening eftir og á eftir að gefa öllum jólagjafir. Fór niður í Europay sem sér um að öreigar landsins fái á einhvern hátt möguleika til að blóðmjólka sjálfa sig með ráðamennirnir valsa um í villtum nautnardansi. Alltaf gott að kenna europay um hvað maður á lítinn pening. Ég fór að ráðum grandmaster SHA og lifði hátt en í staðinn þarf ég að gefa x-tra mikla jólaást frá mér því engir verða pakkarnir.
Er búin að mana mig upp í að hringja í Beturokk en þori því ekki. Komst að því að kannski var hún ekert að tala um mig sérstaklega, hún minnkaði um leið í áliti hjá mér. Hún er samt ennþá í kúlboxinu mínu ásamt Héðni, Ævari, Ástþóri, Önnu og auðvitað gaurnum sem gaf mér heilahristing.
Í gær fór ég á skemmtilega handboltaæfingu, mikið hlegið og trallað, Stebbi Akureyringur er fínn en hann er svo lélegur í fótbolta að það hálfa færi langleiðina með að vera nóg-Hann reykir líka. Þeir sem reyk(j)a ná aldrei að meika........það. Þetta hefði átt að vera lokapönnsið en í staðinn er ég að pæla í því að hafa svona ljóð eftir hverjar skriftir.
Aðrar fréttir, ég skellti mér á jólaball barnadeildarinnar á landspítalanum öllum að óvörum þar með talið mér, ætlaði bara að fá mér kaffi og kökur en fékk í staðinn jú kaffi og kökur og mikinn jólaanda. Jólaandinn fór þegar ég kom heim í nótt kl.4 eftir góða törn og sá fram á peningaleysið. Maður ætti kannski að væla aðeins minna. Þeir sem vilja styrkja mig endilega sendið mér e-mail.
Viggi sagði að ég væri ömurlegur. Hann er alltaf jafnskemmtilegur, gott að vita að hann sé kominnn með heimsalræðisvald yfir ákvörðunartökum um það hver sé betri en hver. Ég pissa á svona yfirlýsingar, eins og Beta rokk þá mun mótlætið styrkja mig, jafnvel þótt góðvinir mínir eigi hlutdeild í máli.
George Bush veður ekki í vitinu frekar en fyrri dagana. Við e-t tækifærið ákvað hann að veifa Stevie Wonder. Hann er semsagt blindur og blindir sjá ekki þegar e-r veifar manni. Formlegur moron aldarinnar sem leið og mun líða eftir 97 ár.
Kveð að sinni með stöku.....

Tómra vasa böl
er jólasveinsins kvöl.
Á diskunum liggur söl
þó jóladúkkan sé föl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home