laugardagur, desember 14, 2002

Ég lofaði ykkur bættri síðu og hvernig finnst ykkur þessi, ekki slæmt. Teljarar og læti, myndir og linkar á hina og þessa.
Þessi mynd er af vinkonum mínum sem ég hitti á BSÍ um daginn, þær leika í myndbandinu með Sálinni og fara þar mikinn. Þeim finnst gaman að klæðast léttum fötum og láta ná sér í rigningunni.Áhugamál hestar, útivera, ferðalög, golf og binge-drinking.
Laugardagur í dag og laugardagur eftir viku, hringrás lífsins, óreiða alheimsins eykst með hverjum andardrætti og hann þesnt út í hið óendanlega. Á hverju ári reyna Liverpool menn að verða meistara en það er því miður ekki að fara að gerast ekkert frekar en að Breiðablik verði bikarmeistara og ekkert frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn verði nokkurn tímann ekki alsráðandi.
Maður er alveg að svissast í kollinum í þessum prófum, finn hvernig ég verð leiðinlegri með hverjum deginum, hefði gott af því að fá mér bjór, g&t. Djöfull er ég að fara að hamsa á föstudaginn, ég mun fara mikinn í prófinu en læt lítið fara fyrir mér um kvöldið.
Gyri of Herschl er sá staður heilans sem tekur við boðum frá inferior colliculi og trapezois body sem aftur fá boð frá nuclei cochlearis sem fær mismunandi boðspennutíðni frá basilar membrane í cochlea( kuðungur eyrans). Þannig heyrum við. Ef þið viljið vita meira er síminn hjá mér 6614418. Þetta gæti ég skrifað um en allt annað er mér óviðkomandi. Nema jólin þau koma bara snemma í ár, ha, fyrr en varir er maður bara farinn að vaða í pökkum og sósum. Stefni á 5 kg. þyngdaraukningu þessi jólin. Hvernig væri að Úlfur og Stjáni Kúdda gerðu heimildarmynd um jólin hans Kidda og hvernig hann fór að því að fitna um 5kg. Gætum sýnt þetta á poptv og spilað hljóðupptökuna í Útvarp Reykjavík. Þá losnaði maður þó við það að hlusta á hann Mýrdal ausa upp úr skál leiðinda og undihaka. Hann kemst þó ekki í hálfkvist við hann Sigga Hlö. sem er einmitt heitasti maður á lista réttdrepanlegra manna í huga mér. Valli Sport er þó skömminni skárri. Ég er kannski að rugla saman, en slánin er sá leiðinlegi og litli feiti er þessi kúgaði sem veit ekki betur. Gísli Marteinn í kvöld, vonandi kemst ég hjá því að horfa á hann. Hann ríður ekki feitum hestum. Ég mun vonandi ríða mjög heitum hesti í prófinu á föstudaginn.

Vonandi ríða bara allir feitum hestum í prófunum, písout.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home