fimmtudagur, janúar 02, 2003

jæja kominn úr dvalaog ferskari sem aldrei fyrr heilsar kiddi á ´hinu nýja ári 2003. Ótrúlegt, hver hefði trúað því að mannskepnan yrði enn við líði árið 2003. Lesturinn hefst á morgun og við tekur stíf keyrsla fram í mars og þá hefst mánaðarpróftörn sem samanstendur af 4 prófum. Magnaður fjandi.
Áramótin i gær og reyndust bara ágæt þegar allt kom til alls, góðra vina hópur og sumarhúsið við sjóinn mun seint teljast til verri skemmtistaða. Ég ákvað að tak upp þráðinn í skákinni þar sem ég skildi við hann fyrir uþb. 5-6 árum þegar glæstur handboltaferill minn hófst og sér ekki fyrir endanum á honum þar sem ég ætla að verða íslandsmeistari með breiðablik árið 2004--einmitt!!!
Jólafríið var ljúft og jókst fitumagn líkama míns um allt að 5 kg, ekki slæmt fyrir mann á mínum aldri. Áramótaboltinn í gærmorgun sá um brennslu 50% þess magns, gerði það að verkum að ég fór á fætur kl.9 á gamlársdag og var vakandi allan daginn, horfði á kryddsíld og hlustaði á örugglega öll uppgjör ársins 2002 í útvarpinu. Gengi krónunnar sveiflaðist fullmikið en styrktist aðallega vegna lækkun stýrvaxta seðlabankans, bygging nús álvers kemur til með að auka innflutning og að sama skapi neyslu almennings sem kemur til með að leyða af sér verðbólgu á árinu 2003 en henni var haldið niðri á síðasta ári. Já ég hef ákveðið að taka viðskiptafræðin fyrir, á flott jakkaföt og silfurlitaðan bíl, með háa yfirdráttarheimild og lifi fyrir vísitölu neysluverðs. Hver veit hver veit, kannski er ég næsti Björgólfur. Planið er að kaupa gamla prentvél og flytja hana til Úkraínu og hefja útgáfu á klámtímaritum með íslenskum konum, selja fyrirtækið til playboy á 600 millj.dollara, koma heim og kaupa mér kvóta og 49,6% í malbikunarfyrirtæki Gunnars Birgis og sölsa þannig undir mig kópavog. Þá kem ég til með herja í suður og leggja undir mig garðabæinn því ég þoli ekki garðabæ, þá verður kópavogur orðinn stærsta bæjarfélag íslands fyrr og síðar. Gæti hugsað mér að kaupa lúllabú í leiðinni og bjóða lúlla og polsku vinnu á nýjum skemmtistað mínum og sha sem mun heita "Suburbius Kópavogur" þar fá ua-meðlimir vip kort, jeeee, og flame-meðlimir fá hlutabréf í jólagjafir.

keep it cool

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home