þriðjudagur, mars 25, 2003

Já það er komið að því ég er farinn að blogga á ný. Eins og kvæðið orti um kúrekann ég er kominn á kreik á ný já ég er kominn á kreik á ný því að ég er kúreki norðursins. Stríðið geyysar, stríðið sem ég spáði upphafinu að 11.janúar en svona er þetta. Saklausir hermenn bandamanna falla í stríðsátökum undan byssustingjum grimmra borgara Íraks og jú að sjálfsögðu undan hátækni vopnum sem fjölskyldur þeirra borga með skattpeningum sínum. Svona er lífið yndislega hverfult. En það er alveg á hreinu hver stendur uppi sem sigurvegari að stríði loknu. Það er lýðræðið, það eru múrarar og smiðir Íraks sem taka við uppbyggingu og það eru rottur Bagdad sem munu valsa um í nautnardansi malaríu og annara rotnsemissýki. Lífið getur vereð fallegt og gott að íslenskir ráðamenn geri allt til að færa okkur nær og nær viðbjóðnum sem fylgir stríði og hörmungum þess. Það þroskar okkur svo mikið.

Próf eftir viku og búinn 16.maí. Þá má segja að ég sé orðinn 2/7 læknir. Ha, þannig að hvað sem þið spyrjið mig að varðandi mannslíkamann og sjúkdómapestir þá mun ég geta svarað 28,57% þeirra spurninga. Ekki amalegt það sé litið til höfðatölu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home