þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Góðan dag. Ég er á næturvakt eftir erilsama helgi.

Verslunarmannarhelgin í hnotskurn.
För okkar hóps sem samanstóð af vel kristilega innrættu fólki, nánar tiltekið: Kristján, Sigrún Inga, Sara, Andri, Maggý, Pétur, Hákon, Ragnhildur, Hildur, Niels, Áslaug, Steinar, Ásthildur,Anna Begga og Ég sjálfur. Eftir ágætt kvöld á Blönduósi þar sem fólk dansað nakið um Blöndu var haldið norður og austur nánar tiltekið í Vaglaskóg. Fundum við góðan stað fyrir tjaldhæla og slógum upp búðum. Hildur þótti sýna ákaflega lítið metnaðarleysi við tjöldun en leatherman að sama bera af í keppni áhalda, einn mesti útilegugripur seinni tíma. Víkur þá sögu að vígi Heiðingjans Valgeirs er seinna í sögubókum mun heita, Víg Vagla-Valgeirs. Hann þótti í alla staði einblína um of á forynjur og ára skógarins fremur en nafn Jesús og kristileg tákn. Heiðnir tilburðir hans einkenndust af fjöllkyngnu atferli og galdrarúnagerða sem gerðu það að verkum að Singa veiktist skyndilega og Pétri áskotnaðist mikil depurð og heiftarleg þágufallssýki. Hann var hýddur alla nóttina af ekki verri messaguttum en : Heiðingjanum, Hýðingjanum, Kristnaranum og Valgeirsprikinu. Sál hans var að lokum hreinsuð og ormétnum heiðnum líkama hans eytt í varðeldinum ásamt bók hinna Svörtu og dauðu. Að því loknum voru Bjarni hinn svarti og Sveinbjörn bergrisi kallaðir fram og þeir særðir úr skóginum.

Andri týndist og var Björgunarsveit Þingeyinga öll ræst út, hún samanstóð af tveimur mönnum og leitarrollu. Hann fannst kaldur við illan leik 20 metrum frá tjaldsvæðinu steinsofandi þar sem hann hafði gefist upp við spreksöfnun. Æðstu prestar ráðsins töldu þar bersýnilega vera kukl í ráðum, og það undan galdrarifjum Villukynhneigða-Valgeirs útsprottið.

Hákon Bragi tálgaði 1/8 af Vaglaskógi í spjót, örvar og hnífa. Sá hluti sem í dag teljast morðvopn eru í vörslu sýslumanns þeirra Þingeyinga, en annað var gefið byggðasafninu í Hrafnagili.

Kristján fór á Hverfis og kom tilbaka með flaggstöng á lýð forynja og nóatúns-dverga. Hann einhenti Valgeirs-fleygnum 50 metra af jafnsléttu og þvert í gegnum brjóstkassa Valgeirs. Eins og það væri ekki nóg þá tróð Sigrún, sambýliskona séra Bingó, heitri kartöflu ofan í lungu Valgeirs.


nóg að sinni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home