fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Það líður að afmæli mínu. Klukkan 10.45 fyrir 24 árum, rúmum aldarfjórðungi skreið ég borinn og barnfææddur inn í þennan yndislega heim. Sakleysið uppmálað með bros á vör var ég tilbúinn að orga og grenja næstu 2-4 árin þar til ég lærði að ræða málin í rólegheitunum. Er ekki magnað hvernig mannskepnan dafnar og þroskast, líkaminn á blússandi uppleið fyrstu árin en byrjar svo að hrörna, hjá flestum. Ég býst við að sukkhelgar á borð við síðustu helgi séu ekki til að bæta ástandið en hey það var gaman og öllum er hollt í hófi að sannsa brennsan eða eins og Vagla-Valli,blessuð sé minning hans, myndi segja "sönnsum brennsan og dettum í það, hérna á kantinum".

Bloggið dafnar ekki sem best, spurning hvað maður sé að reyna, enginn commentar. Það er kominn tími á breytingar hér á síðunni.

Keypti mér Mongoose fjallhjól í dag, afmælisgjöf frá mér til mín.21 gíra, 24" með dempurum. Ekki slæmt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home