Þá er loks tími til að blogga aðeins. Það eru liðnar 7 þúsund maríubænir og 1300 faðir vor síðan þið heyrðuð frá mér síðast. Ég hef kappkostað að halda góðu sambandi við Almættið á þessum síðustu og erfiðu tímum sem hann eins og við göngum nú í gegnum. Þakkir vil ég færa þeim er commentuðu á síðustu ritningu og var þar vel mælt hjá sumum en eigi hjá öðrum, vil ég jafnframt óska eftir því að einstaklingar nafngreini sig þó þið seúð öll jöfn frammi fyrir mér.
Annars er það að frétta frá Páfagarði að kardinálar liggja nú undir feld og íhuga eftirmann Páfa sem jafnframt mun einnig verða titlaður Páfi. Ég hef gefið út þá tilkynningu að ég muni ekki bjóða fram að svo stöddu sökum aldurs og anna í námi, auk þess hef ég ráðið mig í vinnu í sumar hjá skólagörðunum og ég get ekki svikið þann samning.
Liverpool-Juventus í kvöld og sýnist sitt hverjum um hvað það sem fram mun fara þar. Eitt er víst að um götur Tórínóborgar mun blóðugt stórfljót flæða, stórorrusta fer fram, Steve G. verður ekki með en hann er að reyna að hætta að reykja og er í það miklu fráhvarfi að ekki náðist að koma honum fram úr rúminu í morgun fyrir flugið til Ítalíu. Í stað hans mun Peater Beardsley stjórna miðjuspilinu og leynivopnið í sóknini verður enginn annar en John Aldrige.
síra: "Friður sé með yður"
kórinn: "og með þínum anda"
2 Comments:
Rakst á skemmtilegt handrit í bók sem ég er að lesa. Þetta er úr Reykholtsmáldegi og er einhverskonar hugvekja:
Kirkia fu er ftendr i reykia hollti er helguð með guði Maric moðvr. drottinf. oc hinum helga Petro Poftula. Oc encm elgga dionific bifcupi oc henni helgv Barbare Meyio
Ísl. Þýð: Kirkja sú er tendruð er í Reykholti er helguð með guði Maríu móðu drottins og hinum helga Pétri Postula (púrítana). Og hinum helga dionisig biskupi og henni helgu Barbare meju.
Það ætti ekki að koma á óvart að þegnar vilji ferðast um ríki þitt án vitneskju þinnar. Nafngreining í skriftarstólnum er eins og að draga frá tjaldið og þá mun hinn mikli herra ei heyra syndir mínar og þá síður fyrirgefa þær.
En þó hryllir mig, hvað hafið þér gert séra til að hljóta svo skelfilega örlög að yrkja jörðina? Hefur þér verið kastað frá Eden?
"So the LORD God banished him from the Garden of Eden to work the ground from which he had been taken."
Skrifa ummæli
<< Home