þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég vil þakka góðri trú og kristilegu uppeldi fyrir þær vægast ótrúlegu móttökur sem síðan mín er að fá á þessum síðustu og verstu tímum. Fólk hefur verið gjarnt á yfirlýsingar um rugl og vitleysu á þessari síðu, og vil ég í því samhengi benda á að orð mitt kemur frá drottni skapara himins og jarðar og ádeilu á slíkan flutning skeldi öngvur madur framleiða.

Annars er það lestur. Sara kom heim í gær loksins, bara búin að leika sér í einhverjum sýndarhermi í 3 vikur, vil skulum vona að hún fari bráðum að vinna og gera eitthvað tímann sinn.

Helgin var gó eins og komið hefir fram. Nú á eftir hyggst ég ganga að snæðingi og horfa á knattspyrnuleik, já breyttir tímar síðan maður hljóp um sjálfur og spilaði knattspyrnu, ungur og saklaus með litla vitund um það böl og vítishreysi sem heimur þessi hefur að geyma. Good times.

Og nú er komið að almennum fróðleik sem getur nýst hverjum manni í leik og starfi og ekki síst í krefjandi trivial pursuit spili:
"..Hippocrates (460 - 377 fyrir Krist) uppgötvaði fyrstur að vökvasöfnun í höfðinu olli stækkun á því.."

ótrúlegt,ÓTRÚLEGT........þeir sem vilja vita meira bendi ég á skurðlæknisfræðikúrs læknadeildar Háskóla Íslands.

Takk og bless

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home