Góðan daginn
Bið ég ykkur afsökunar lömbin mín á seinkun þessarar ritningar. Ég hef dvalist við önnur verkefni sem leitt hafa huga minn villu vegar frá þeim helgidóm er þið keitið eftir, þ.e. orð mitt.
Undanfarna daga og ár hef ég stúderað medicín af miklum bölmóð og allt að því þráhyggju, í frítíma les ég mér til um spíritisma, mér til skemmtunar, ég tel það minn eina möguleika til að ganga í það heilaga hlutverk sém mér var veitt á æðsti degi lífs að særa út pestir og flæma burt fordæður en alls ekki síst að lina þjáningar og lækna sjúka.
Spurning dagsins er forræðishyggja eða frelsi mannsins til að velja ? Hvað er verið að tala um hérna, jú flest allt í mannlegu þjóðfélagi og félagslegu atgervi tvífótunga. Á að leyfa áfengissölu í matvörubúðum, á að gefa út skotveiðileyfi á Sigurð kára og Guffa, á að leyfa mannætum að iðka iðju sína (snú-snú) og síðast en ekki síst á að banna Gunnari Birgissyni að éta mettaðar fitusýrur.
Þessu verður seint svarað en endilega hafið samband á comment kerfið.
Að lokum er vert að enda með orðunum sem Enya kenndi okkur
"....á leið minni heim man ég alla góðu dagana, á leið minni heim man ég alla bestu dagana, á leið minni heim get ég munað alla nýja daga..."
með þessu vil ég óska ykkur velfarnaðar á komandi dögum eða þangað til ég skrifa aftur
Gangið á guðs grænu vegum, elskið náungann og munið að Páskarnir nálgast og þið hvað kemur þá jú FASTAN með öllum sínum dýrleika........amen
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home