miðvikudagur, mars 16, 2005

Þá skrípa menn fram bloggvöllinn með þrútna fingur ólgandi af þörfinni fyrir að losa út boðskapinn og þankaprik snillingsins.
Sumir kunna að segja þessar línur sem fljóta fram á þessari síðu leiðinlegar, en ég er ekki sammála, þvert á móti tel ég mig vinna gott og heilbrigt starf í þágu andlegrar heilsu. Ég kynni vel að meta að þeir sem hafa eitthvað út á þessa síðu eða mína persónu að halda því ekki inni eins og ketti í dós, látið í ykkur heyra, gefið tilfinningunum lausan tauminn og commentið eða sendið mér hreinlega póst á kristinh@hi.is og ég verð ekki lengi að svara, ónei, ekki lengi að svara.

Þá að þarfari verkum og umræðu. Nú hefur hafís umkringt landið og lokað fyrir allar samgöngur, sandstormar sækja að úr ölum áttum og því hafa flugsamgöngur legið niðri. Ég lít svo á að hér hljóti hreinlega að vera um kukl að ræða. Sá tími nálgast að ég kem til með að beita sömu brögðum og heiðingjar. Af þeirri ástæðu hef ég reist níðstöng á Arnarholti til höfuðs þeirri óstjórnlegu heiðni sem ég kynntist á Hvebbanum (Hverfisbarinn) um helgina í formi heiðingjans Vagla-Brennsa.

Ólafur Skúlason fyrrv. Biskup og þreifari sendi mér tölvupóst á þriðjudaginn og hvatti mig áfram í starfi mínu, lagði hann blessun sína yfir bloggsíðuna og er ég nú kominn með link hjá Biskupstofu Íslands og strípibúllunni Maxims. Í erindi Ólafs á prestadögum sem haldnir voru 12 febrúar sl. segir "........ekki hefur Síra K.L.Hallgrímsson aðeins unnið hetjulegt starf gegn dímonum og Erkienglum heldur hefur hann haldið niðri þeim landvættum er búa á Íslandi, nú er langt síðan bergrisar,fenrisúfar og risaernir herjuðu á íbúa þessa lands, þar er aðeins einn maður sem með trú og staðfestu......" og svo heldur þetta lengi áfram.

Ég vil tileinka þetta blogg fyrrum eiganda Hamragrills( sem ég aldrei þekkti með réttu nafni og mu ég eigi nota hans viðurnefni) sem lést fyrr á þessu ári. Megi sála hans og sósa hvíla yfir oss um ókomna tíð og gefa okkur frið...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home