föstudagur, júlí 22, 2005

Hefst ég frásögn af föruneyti Fjallgöngumanna nokkurra og baráttu þeirra við forneskju Íslands og stigamenn í hrikalegum hlíðum Landmannalauga og stígum Laugarvegar. Upphaflega voru þetta 21 manneskja sem ætlaði að eiga við landið, 21 komust á leiðarenda með herkjum þó.
Fyrst skal nefna bergrisa nokkurn er hét Valmundur og þótti hann mestur að burðum, hann vó á við 3 nautgripi að sumri og í kappraunum stóð engin honum að fæti. Hann bar hníf er hét heiðingjahrellir og vó hann fé á heiði í soð og klæðnað fyrir hópinn því úti var hret og kal.
Annar höfðingi var Bangsi er var 3 manna maki að stærð. Hann fór fyrir hópnum, óð Krossá upp að nafla og hló að klettum og hamrabeltum. Eftirminnilegt er þegar hann einhenti göngustaf sínum í tófu sem hafði gert sig tilbúna til að éta matinn hans Kristjáns.
Guðmundur og Guðmunda voru myndarlegt par úr sveitinni, góðlát og hress. Guðmund söng kvæði og Guðmundur kastaði fram einna línu bröndurum mest hvað hann mátti. Á kvöldin tóku þau sér gjarnan bólfestu upp á hæsta tind og sungu ferðahópinn í svefn með angurværum frásögnum af heiðingjaslátrun.
Þegar leið okkar var hálfnuð slóst í för með okkur útigöngudólgur í Hawai-stuttuxum, hann var hress vissulega með lævísið glott, bambushatturinn á höfðinu hélt engu vatni og geithafursskeggið var ekki til þess að vekja upp traust manna. Hann skildi heita Hawai Hermann og var útnefndur Laugarvegsdólgurinn 2005, hann stóð undir því er hann stal birgðum af snærum og keti og flúði upp á fjöll. Fólk mun segja sögur af honum um ókomin ár og seinna verð börn hrelld með þessum orðum:,,gangtu hraðar annars nær Hawai Hemmi þér".

Nú hefur verið sögð sagann af 4 - hinna býður betri tími..................................og fegurri orð..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vel mælt vel mælt!

12:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home