sunnudagur, desember 03, 2006

Skírður var í dag sonur minn Grímur Logi Kristinsson. Hann er nú orðinn formlegur meðlimur í samfélagi heilagra. Athöfnin fór fram í Kópavogskirkju og var mikið um dýrðir. Skólakór Kársnes sá um tónlist og hópur þjóðþekktra tónlistamanna djammaði fram á kvöld. Biskupar og postular frá öllum heimshornum mættu og mátti sjá allra þjóða kvikindi meðal áhorfenda.

Ekki má gleyma því að Steinn Logi Gunnarsson var einnig skírður á sama tíma.

Sírann biður fyrir drengjunum og mun hann keppast við að hafa fyrir þeim kristilegt innræti og eilífa hamingju og gæfu.

AMEN

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

The Flame.....

3:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

The Flame.....

3:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

innilega til hamingju med erfingjann og mun hann eflaust fylla vel i tin spor,
med venligst hilsen fra Bergen norge Sverrir Gauti

10:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju kallinn, Þetta er þokkalega solid nafn ;o)
Kveðja frá Cardiff

12:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður er nefndur Grímur kamban; hann byggði fyrstur manna Færeyjar. En á dögum Haralds hins hárfagra flýðu fyrir hans ofríki fjöldi manna; settust sumir í Færeyjum og byggðu þar, en sumir leituðu til annarra eyðilanda.

Glæsilegt nafn Flame, til hamingju!
Kv.
Pétur

10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home