Jæja þá eru hundadagar á enda skv.fréttmiðli Íslands í gær. Ekkert við því að gera en halda áfram að plægja akurinn og ná inn góðri uppskeru fyrir veturinn.
Enn sem komið er, er ég í vinnunni og á ekki nema rúmlega 11 klst. eftir af vaktinni. Það er tekið að styttast í námið og mun ég eiga spor mín um ganga skurðlækningardeildar á Hringbraut næstu vikur. Þar mun ég grúska í fólki og læra mikið. Margt sem sagt í vændum og enn meira að baki. Þannig á þetta jú alltaf að vera.
Skemst er frá því að segja að ég ásamt liðsmönnum mínum gekk frá Skógum til Þórsmerkur yfir þar sem heitir Fimmvörðuháls. Gengum við yfir ár, jökla, skóga, sanda og hrikalegar bjargsyllur. Eitthvað fyrir alla og ljóst er að ég verð mikill göngumaður í framtíðinni. Ég gaf út þá yfirlýsingu á mbl.is, fyrr í vikunni að ég hyggst ganga á Mt.Everest án súrefnis fyrir 35 aldur.
Menningarnótt að baki, vægast sagt eftirminnileg. Sumir þóttu drekka meira en aðrir og aðrir fóru heim fyrir aldur fram sökum ölæðis og þágufallssýki. Sjálfur kom ég heim klukkan að verða 7 og sýndist sitt hverjum.
Jæja þetta er búinn að vera skemmtilegur tími og mál að sinni.
Verið sæl og eigið góða daga.


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home