fimmtudagur, desember 23, 2004

Já Þorlákur hinn helgi myndi snúa sér við í gröfinni ef hann fyndi lyktina af hangikjetinu mínu. Ég verkaði sjálfdauða rollu í gærkvöldi og stendur hún nú gestum og gangandi til boða. Búið að skreyta..piparkökuhúsið stendur enn í öllu sínu veldi, sjónvarpið nýja heldur áfram að gleypa upp íbúðina og appelsínið stendur stöðugum fótum við hliðina á maltölinu út í á svölum í 30 stiga gaddi og súld.

Laugarvegurinn verður genginn í kvöld með kertaljós í hönd og kærleik í hjarta. Kaffi og með því á eftir en fyrst er það mitt annað skötuboð í dag, já segi og skrifa. Í hádeginu rúllaði ég út frá Jónu tengdamóður minni eftir að hafa hesthúsað: útmiginni skötu, pólskum brennsa-vodka, 10% jólabjór og hamsatólg frá helvíti.......eðalstemning og sýndist sitt hverjum. Nú á eftir tekur ennþá kæstari skata við ef Guð lofar.

Á morgun meiri matur og saurlífi enda er það hluti af fagnaðarerindinu.

Ég bið velunnum mínum, vinum og kunningjum, ættingjum, óvinum og ókunnugum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLDAR á KOMANDI ÁRI...... megi árið 2005 bjóða upp á meira og betra blogg og gæfuríki í haga..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home