föstudagur, febrúar 18, 2005

Hvílík gleði og hvílík hamingja. Ég hef hreinsað út þær vítispestir og djöflavírusa er sængað hafa með tölvu minni undanfarna viku. Teljarinn minn er á hraðferð og gæti ég þurft að fá mér annan til að anna viðskiptum hahahahahaha. Já flottur þessi.

Annars er það nýtt að George Bush hefur aðvarað Írani og Sýrlendinga fyrir að vera til og mun hann ráðast gegn þeim láti þeir ekki undan kröfum sínum sem eru í raun að kollvarpa ríkisstjórninni, láta eftir náttúruauðlindir sínar, styðja Bandaríkjamenn og taka upp kristna tú. Hann er krossfari vorra tíma hann Bush yngri.

Vinnuhelgi framundan og party hjá BOBBY SR. og Boggu að Marbakkabraut í sumarbústaðnum við sæinn. ÉG kem til með að mæta með El Rioja að vinnu lokinni og bænheyra viðstadda með sögum af galdrabrennum og öðrum fagnaði.

Ég hef skilaboð til Péturs Ólafssonar sem voru að berast að handan rétt í þessu frá Vagla-Valgeiri "...síðla sjetta dags frá þessa sólarupprás mun þér sjá glóandi hrímfaxa ríða yfir valla, úr austri mun Valgeirs-atgeir miða þig í brjóst og hjarta þínu mun blæða, þú munt brenna, þú munt"........ohhh ég get ekki meira ég hef misst sambandið. Spennandi fréttir frá Véfréttinni.

Endilega commentið ef þið hafið skemmtilegar sögur að handan eða sendið e-mail á kristinh@hi.is.

Friður sé með yður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home