Jæja nú liggur það fyrir mér að skrifa niður nokkur orð. Bráðum komnir 2 mánuðir og sitt sýnist hvað hverjum.
Mikil og góð helgi á enda þar sem margur maðurinn lagði leið sína ásamt mér til heimkynna Bakkusar og annara gleðiveiga. Ekki amarlegt, próflok á föstudaginn var og partí hjá Robert Palmer a.k.a. Sporðagrunnsmóri um kvöldið. Þaðan lá leið mín ásamt gleðisjúkum bekkjarfélögum mínum niður á NASA, þó ekki þarna geimf.........nei þið vitið hvað ég meina, þar sem Jagúar/Hjálmar fóru mikinn. Kvöldið endaði á Kofanum og heim í sæng. Athygli mína vakti þetta kvöldið hversu lítið var um fjölkyngni og drísilskap í borg óttans, en það hafa menn kannski dregið til hliðar þegar fréttist af förum mínum þar sem ég er allvel þekktur fyrir galdrabrennur og andlega hreinsun merakuntna og bergrisapúka.. Jæja við skulum ekki missa okkur.
Daginn eftir vaknaði ég klukkan fjögur með liggjandi höfuðverk sem voru sem drunur í eyrum mínum. Kom ég klukkan fimm við annan mann í pre-árshátíðarpartý þar sem leifar gærkvöldsins skyldu uppvaktar og partíinu haldið gangandi. Árshátíð tókst vel sérstaklega þar sem atriði okkar þótti skara fram úr skv. okkar úrskurði í það minnsta.
Nú sit ég á undarlegum stað nánar tiltekið á Þjóðarbókhlöðunni og les fræði. Algjör vitleysa vægast sagt og ætti mann frekar að leigja sér ræmu eða horfa á one tree hill. Mín kærasta dvelur löngum tímum í Finnlandi og er að leika sér í tölvuleikjum allann daginn, voðagaman, greinilegt að sumir ætla seint að fullorðnast-þið sem á annað borð lesið þessi orð skiljið hvað þetta er afskaplega fyndið.........
Þakka fyrir mig
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home