miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ef þetta kallar ekki á fögnuð veit ég ekki hvað. Ný og breytt síða,loksins loksins segja menn. Ekki laust við að lítið gleðitár falli niður vanga mér er ég með ekka segji til hamingju landsmenn,vinir,kunningar og aðrir. Teljari og læti. Það þýðir ekkert minna, ha, fer beint í að vinna í linkum, myndum, tónlist og öðru sem kætir.

Þá að alvarlegri málum og vil ég vitna til bloggs mín frá því í ágúst 2004. Sagan segir að Vagla-Valgeir sé genginn aftur, sýnum vígamönnum til uggs og ótta. Þykir sýnt að hefndarvíg séu framundan og ekki fjarri að mig gruni Bjarna -Svarta úr Vaglaskógi um uppvakningu sálu hans Valgeirs, eitt er víst að Guð almáttugur ætlaði honum ekki aðra vist í þessu lífi eða öðru. Í því tilefni vil ég efna til Sálumessu heima hjá mér á Föstudaginn, þar sem gengið verður eftir Suðurgötunni og að þeim stað er Valgeir sást síðast er heitir Kebab-húsið, þar verða merakuntur hýddar og Melrakkar brenndir, að lokum mun síra Karl Sigurbjörnsson vígja samkomuna og stjaksetja Alherjagoða þeirra heiðingja.

Þeir sem vilja heyra alla söguna endilega commentið, please commentið og skiljið eftir e-mail svo ég geti sent ykkur frásagnir Vagla-Valgeirs á tölvupósti-SÆLAR

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home