sunnudagur, febrúar 20, 2005

Sem ég er af kristnum ættum, vel innrættur og sligaður af guðsótta bíð ég ykkur góðan dag. Nóttina hef ég við aðra menn alið í góðum félagsskap og ber þar fremstan manna að nefna Wolfram. Hjálmar á kjallaranum og Kristján týndist í hárinu á Bassaleikaranum þegar hann álpaðist upp á svið til að trana sér fram. Skemmtilegir og kristnir gaurar þessir hjálmar.

Svífur á mig feygðin sem ég skrifa þessi orð. Mér hefir fundist það æ augljósara með hverri mínútu að ég er ekkieinn í þessu trúarstíði er ég hái. Illar vættir leggja fyrir mig snörur, merarkuntur freista mín með beru holdi og ófýsilegir árar hæðast að mér í rökkrinu. Nú hef ég skvett helguðu vatni umhverfis rúm mitt og lýst upp herbergið með kertum, í útvarðinu hljóma sálumessur Brynjólfs-Helga og býð ég hvern þann velkominn sem telur sig heimakominn í dýrðinni.

Þetta er mjög gott í bili. Bless

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

eigi leið þú oss í freistni...

2:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frelsa þú oss frá illu Kristinn?

1:18 e.h.  
Blogger sunnasweet said...

Sjæse, hvernig dettur þér þetta í hug??

3:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home