sunnudagur, október 24, 2004

Hér fer af stað pistill.

Afmæli Kúlfs úr Keldum fór fram í gærkvöldi að framnesvegi hér í vesturbæ. Súpa góð og heilagt brauð var étið að góðum og kristnum sið. Dreypt var á blóði krists og sálmar sungnir, Hákon blóðöx vatt sér út fyrir á meðan og risti umhverfis sig hring og úrskurðaði sig úr samfélagi heilagra manna og kallaði á fylgismenn sína upp frá helvíti og út úr myrkvuðum innviðum skóga Bjarna hins svarta.

Ég skellti mér bara á meðan í gymmið og tanaði mig upp, bætti bæseppinn, skellti mér í kríu og tjekkaði á Ford Escort '92.

Stjáni Bingó hringdi frá Liverpool þar sem hann saup á Kampavíni með Cisse og Houlliere, honum var boðinn samningur sem umboðsmaður "Girls out loud". Hann neitaði ,sansaði brennsann og tók taxa heim með Igor Biscan og Jersy Dudek.

Þetta er nú meiri þvælann og kjaftabullið........


2 Comments:

Blogger sunnasweet said...

Maður á röngum tíma/rangri öld!! Hihi...

12:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er þetta bara svona tveggja vikna blogg???? fær mar það ekki reglulega hérna??? VERAN

4:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home