mánudagur, desember 13, 2004

Á huga minn hafa sótt sálir dauðra bergrisa sem svamla um einskinsmanns lands, þess vegna hef ég ekki skrifað mikið undanfarið. Éb biðst afsökunar á hátterni mínu og vona ekki séu allir hættir að lesa þetta.

Því miður kemur ekki út bók eftir mig um þessi jól en ég býst sterklega við því að ég muni rita ævisögu Davíðs Oddsonar fyrir næsta jólabókaflóð. ögmundur Jónasson hafði samband við mig en ég neitaði því ´´eg stend ekki í einhverri sjálfboðavinnu.

En eitt morðið framið á Íslandi. já morð segi ég og skrifa sem ég sit nakinn heima fyrir framan tölvuna. Jólastressið greinilega að fara með menn eða kannski er þett alheimsþróun í vitund mannanna um að ofbeldi sé að verða sí réttlætanlegra og eðlilegt. Ég vil af því tilefni þakka Bandaríkjastjórn fyrir ötula baráttu í þeim efnum, hvernig væri nú að Ísland myndi taka alla klikkhausana á Íslandi og hefta þá niður í einhverjar fangabúðir út í Hrísey án dó,ms og laga.

Í nótt dreymdi mig flugslys, það var einhver fáránlega stór gul flugvél sem gat ekkilent á Reykjavíkurflugvelli og endaði út í sjó. Ég stökk á eftir og bjargaði þeim sem bjargað varð, þar á meðal einni eldgamalli konu sem brosti til mín. Magnaður fjandi, draumráðningarmenn endilega commentið á commentlistann minn eða hringið í síma 8622128.

Lifið vel og heil og sæl líka.............

1 Comments:

Blogger yveco said...

Setti nokkrar myndir af seinustu UA hátið inn á síðuna mína! Reyndar engar af þér, hahah

kv.maggý

www.folk.is/mgg4339
undir myndasafnið!

1:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home