laugardagur, júlí 23, 2005

Nú er um að gera að halda rétt á spöðunum og skrifa jafnharðan og andinn kemur yfir.
Ég var staddur í frásögn af svaðilförum laugarvegsgöngumanna.
Segir nú frá Elvis sem var hundur tvævetra, blanda af sankti bernharðshundi og blazer twilight tík. Hann hafði óvenju þykkan og mikinn skráp, var gæfur og góður vinur manna en ýgur og átsjúkur þegar kom að kindum og berskjölduðum beljum í haga. Hann leiddi gönguna og bægði frá stigamönnum með illt í huga.
Inger var hans fylgdardama, ung stúlka með rödd engils. Söng fyrir okkur á lokakvöldinu lag er hún hafði samið í minningu föður síns sem hafði látist fyrir stuttu. Það mátti heyra tónana dansa um sólbjartar brekkur Þórsmerkur og tárin hrundu niður á langborðið sem þá fyrir var hulið kræsingum og veigum.
Móðit hennar Inger er hún Gunna. Prímusmótorinn eins og sumir kalla hana. Hlær á við 11 karlmenn og ber af sér gríðarlegan húmor. Hún þótti vel kristin og tók postulegri blessun. Hún gekk Kristjáni Inga í móðurstað á þessum erfiðum tímum þegar Stjáni hafði hana Ólínu Spólínu ekki með í farteskinu.
Víkur þó sögun minni að kornunum Kinga og Singu. Stjáni gekk af krafti og muldi björg og hraunskellur undan skóm sínum. Hann drakk vatn úr skinnpjötlu sem kona hans saumaði saman úr húð af látnum mávi sem Stjáni hafði banað sérstaklega fyrir gönguna. Hann sagði sögu af forneskju og ásjónu satans og innrætti menn af guðsótta og spíritisma, honum til prýðis og öðrum til sáluhreinsunar. Sigrún tróð heitri kartöfæu ofan í hvern þann sem efaðist eða sannmælti eigi Kúdda. Hún fann fyrir þreytu í upphafi enn í lok ferðar var það á vörum manna að hún snerti hvorki urð né grjót; svo hröð var yfirferð hennar.
Vinur Kristjáns kom með í förina. Hann er frá USA og þótti næstur á eftir Valmundi í stærð og atgervi. Hann tjaldaði jafnan langt frá aðaltjaldbúðum okkur hinum til verndar því þegar náttaði rann á hann annar hamur og varð hann þá líkari rándýri en manni. Sagan segir að þar séu galdrar Magneu heitkonu hans í tafli og eggi hún hann til að veiða fyrir sig í soðið. Að morgni var tjald þeirra jafnan blóði drifið og fannst Andri upp í hlíðum nakin með kindahöfuð í skoltinum, á meðan hann var að jafna sig og koma til sjálfs síns lá Magnea í vellystingum og át naut og drakk blóð. En allir höfðu það kósí og höfðu gaman af uppátæki þeirra.
Nú he ég sagt frá 11 úr föruneytinu og en eru nokkrir eftir þar á meðal sjálfu sírann sem fær sérstakan kapítula í þessum bálk.

Með kveðju bið ég ykkur að halda ykkur við einn Guð og láta af fjölgyðistrú ef fyrir er og stela hvorki né myrða náungann..............Friður sé með iður og með þínum anda.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svolítið fyrir utan samhengið en...

Þar sem færslan hefst á umræðu um einkar vel heppnaðri blöndu á hundi, þá langaði mig að skjóta inn einni tegund sem ég komst í tæri við nýlega.

Þetta er tegund sem er búin að vera til í 30 ár, einhver sniðugur með ofnæmi fyrir hundum blandaði saman Labrador og Poodle hundum.. útkoman: Labrador sem veldur ekki ofnæmi.

Sú tegund heitir því einstaklega fína nafni "LABRADOODLE"

http://labradoodle-dogs.net/ fyrir áhugasama ;)

10:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home