mánudagur, febrúar 13, 2006

Sírann hefur legið undir feldi síðastliðin misseri og hugsað sig tvisva um áður en hann fer út úr húsi sökum gífurlegrar heiðni. Menn blóta þorrann sem aldrei fyrr og nú nýlega hafa menn l´syt yfir áhuga á að blóta og leggja trú á óvin minn satan. Ekki veit ég hvað mönnum gengur til að fagna fæðingu satans, hvað segja þau við börnin sín, ,góða nótt og mundu að púkar og dímonar kölska vaka yfir þér, ástin mín".

Ég hef nú hafið nám í tauga og geðlæknisfræði. Er spenntur fyrir tauga eftir fyrsta dag eins og svo oft áður þegar maður prófar eitthvað nýtt. Mikið gaman hahahahahaha.

Ég held til Borgarnesar um næstu helgi til þess að sinna störfum héraðslæknis, ég er þegar orðinn þjóðþekktur þarna í borgó enda maður vænn og sannkristinn, þeir blóta ekki mikið þarna fyrir norðan, ekki eftir að ég hreinsaði til þarna um jólin og hélt eina af mínu frægu eldmessum.

Það er barn hérna við hliðina í næstu íbúð sem hættir ekki að væla, ég væli ekki enda er ég fullþroska einstaklingur sem þarf ekki aðstoð með að fara á klósett og þjáist ekki af eyrnabólgu.

Egyptar eru manna bestir í knattspyrnu í Afríku, þeir báru sigurorð af liðsmönnum Fílabeinsstrandinga. Til hamingju Egyptar.

Að lokum vil ég fordæma skurðgoðadyrkun og fjölgyðistrú, látið af blóti, látið ekki Satan kalla ykkur til sín því ekki er þörf á fleirum en einum þar neðra, þar sem vítslogar svíða hörund, brenna hár og keppast við að grafa undan mikilleika kristinnar kirkju með öllu sínu siðgæði og fagurleika.

Farið með blessun sírans í brjósti ykkar, elskið náungann og eigið góðan dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home