þriðjudagur, desember 13, 2005

Já sírann gengur aftur til starfa með tárin í augunum. Fólk hefur haft samband við mig alls staðar að úr heiminum og ekki bara á komment kerfinu, símtöl, e-póstar og flöskuskeyti hafa borist mér og auðvitað uppljómun og birting frá almættinu.
Því hef ég frestað því að leggja lyklaborðið á hilluna hahahahahahahaha.

Ég er komin með vírussýkingu í lófana, þeir eru teknir að steypast út í útbrotum. Einnig hefur þessi djöflapest tekið sér bólfestu á iljum mínum. Hér tel ég að heiðin fjölkyngi í sínu versta formi sé um að ske. Því hef ég reist níðstöng upp á Holtavörðuheið og aðra í botni hvalfjarðar en það markar hérað mitt í Borgarnesi, þannig ætla ég að halda illum vættum frá mér og lækna mig af þessari plágu ellegar verður sírann allur.

Það væri gaman að vita hver Una er. Ég þekki nefnilega tvær:Þuríður Una vinkonu Ágústu Björnsdóttur og Una systir Raxter.

Amen

2 Comments:

Blogger Una said...

það ku vera systir Raxtersins sem hefur verið hér að forvitnast um skrif sírans...

3:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En kannski eru þessi útbrot bölvun Guðs?
Ég get vottað að þau eru ansi ógeðfelld.

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home