fimmtudagur, desember 22, 2005

Lengsti dagur ársins á enda og MIKE á afmæli, heil sé Mikael þó ekki Mikael erkiengli heldur Mikael Allan Mikaels. sem er að finna sig um þessar mundir í Bristol höfuðvígi þeirra Breta á svið beta-bylgna á heilariti í REM svefni, einmitt.

Þá hef ég lokið formálanum og vind ég þá mínu kvæði í kross. Já þá meina ég kross því það er okkar sterkasta vopn á dögum sem þessum, þegar heiðingjar fletta sig skinnklæðum ig dansa villtan nautnardans undir sólu afródítu og drekka svínsblóð úr nautahornum. Þeir fagna fæðingu sólarinnar á meðan við hin höldum heilög Jólin. Þess má geta að Jól er heiðin hátíð. Hugsið um það þegar þið etið Svínahamborgarahrygginn og veltið ykkur upp úr einnota gjafapappír á altari og algleymi trúarafneitunar.

Sem ég Síra held í akkorð út í hérað það er Egill vó mann og annan hef ég hafist handa við að pakka niður. Helst ber þar að nefna: níðstangir 30 talsins, sjálfdautt hrosshöfuð, nýtálgaður kross, 35 lítrar af heilögu vatni, 150 lítil kerti og silfurkúlur til öryggis. Biblíurnar 3500 eru þegar komnar upp eftir. Ég hef sérpantað orgel inn í 30 fm íbúðina mína þar nyrðra og kem til með að halda trúarhátið í stofu minni, blóð krist og líkami verða snædd, menn frelsast og falla í trans, blindir munu sjá og fatlaðir ganga, ljótir verða fagrir og fagrir enn fegurri.Þannig hljómar hin heilaga ritning fyrir mín jól.

Radzinger páfi hélt ávarp í gær þar sem hann fordæmdi fjölgyðisdýrkun, fjölkyngi og nasistahatur. Jafnframt lofaði hann starf Hitlersæskunnar á 5.áratug síðustu aldar og vildi meina að þar hafi verið brotið blað í uppeldi barna í Ruhr héraði. Í lokin steig Jóhannes Páll páfi heitinn niður af himnum og þakkaði pent fyrir sig og óskaði heiminum gleðilegra jóla, Móðir Teresa var þarna líka en hún sagði ekkert hún er miklu meira í því að láta verkin tala.

Saddam Hussein hefur sent út fréttatilkynningu. Hann vill óska öllum gleðilegra jóla og vonar að hann verði ekki pyntaður of mikið um jólin. Hann fordæmir alþjóðavæðinguna og stöðuga hækkun á yfirdráttarlánum heimilanna. Hann vill jöfnuð meðal fátækra og velmegun meðal ríkra.

Björúlfur Takefusa vill óska öllum hamingju um jólin. Hann skrifaði nýverið undir samning við kjaradóm. Samningurinn felur í sér skilyrðislausa gjaldfellingu krónunnar með tilheyrandi kreppu, lausaleikskróum og geðveilu á altari yfirdráttar og efnishyggju.

Ég vil þakka vinum og ástkærum fyrir góða tíma, ég mun sakna ykkar um jólin en fjarlægðin er ekki löng og sírann er alltaf með heitt á könnunni og tilbúinn að ræða allt milli himins og jarðar en þó ekki neðan jarðar því um þann stað hætt ég mér ekki út í að nefna á Íslenskri tungu.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár,
Þess óskar Sírann ykkar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jú gleðileg jól Síra minn. Ég fékk einmitt metsöluhljóðbókina "Síra Hallgrímsson les gamla testamentið" í jólagjöf, skemmtileg hljóðsnælda. Annars vill ég ekki vera besservisser en Hitlersæskan var aðallega á fjórða áratugnum.

4:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk en nei takk Púritani, ég held við vitum öll hver fer með rétt mál´þegar viðkemur hans heilagleika. Gleðileg jól

7:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home