miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Já nú er bloggað tvo daga í röð og allt á alveg blússandi uppsiglingu í ritveröldinni.
Sjálfur er ég búinn að undirrita samning við mál og menningu um útgáfu þriggja rita sem koma út á næstu árum þar sem hugrenningar mínar á blogginu koma fram. Einni er sjónvarpsþáttur í bígerð.

  • http://www.grund.is/myndir/grund3.jpg">


    Lífið á Grundinni hefur sinn vanagang, hér hef ég dvalist 40 klst af síðustu 56, það gefur ekki mikinn svefn af sér. En svona er ég, ynni frítt ef það væri leyfilegt, allt fyrir gamla fólkið. Þetta er ekki kaldhæðni, ég hef komist að því að gamalt fólk er yndislegt fólk og hafsjór af sögum og fróðleik. Sumir bulla bara en aðrir eru afburða skemmtilegir viðtals. Ég fékk meira að segja gefins listaverk í gærkvöldi frá vinkonu minni hérna á Grundinni. Maður barðist tára hreinlega verð ég að segja.

    Sumarið brátt á enda. Haustið tekur við, hvað það ber í skuti sér enginn veit, en eitt er víst að þessi síða mun taka miklum breytingum. Ég þarf bara á leiðsögn að halda, hvernig má setja upp myndasíðu, betri commentkerfi og ýmislegt annað. Ef þið hafið uppástungur eða viljið hjálpa mér endilega hringið í mig í síma 862-2128 eða einfaldlega sendið tölvupóst á kristinh@hi.is eða mr_flame@hotmail.com .

  • 2 Comments:

    Anonymous Nafnlaus said...

    Frábær síða hjá þér Kiddi

    8:41 e.h.  
    Blogger sunnasweet said...

    Kostulegt er gamla fólki! Elska gamla karla...geta verið svooo dúllulegir....:)
    Annars er ég búin að adda þér inn esskan svo þú þarft ekki að örvænta meir...þú munt slá í gegn!

    1:13 f.h.  

    Skrifa ummæli

    << Home