Já bloggið svífur hér enn og aftur upp úr öldulægðum og stórsjó þess sem aftrað hefur oss frá skilaboðum til yðra og almættis okkar allra.
Galdramessur og kristnar djöflasæringar hafa ásótt hug minn undanfarnar vikur. Þykir mér sem púkar og árynjur hafi farið mikinn, mér og fylgismönnum mínum til hræðsl og uggs. Skilaboð mín til undirheimanna er þessi ,,..etið fúna kindsfætur og súpið kveljur eigins saurs og galls hvert sinn sem þið andann dragið, hverf til helj og tak synd iðr med ykkr".
Annars er steming daginn inn og daginn út hjá mér. Á daginn bjarga ég mannslífum á spítalanum og á kvöldin aðstoða ég gamalmenni á öldnum ævikvöldum með aðstoð bleyja, froðu, lyfja og góðlátslegs spjalls.
Ég vil þakka góðar móttökur sem síðan mín hefur fengið undanfarið og vil sérstaklega minna á comment kerfið mitt sem þykir afskaplega frumlegt og nýstárlegt vægast sagt.
Kristján Ingi er byrjaður í Óp-inu sem er sjonvarpsþáttur á miðvikudögum rétt á eftir ER, þannig að miðvikudagar eru sjónvarpskvöld hjá mér ef einhver vill vera með þá endilega hafið samband í síma 8622128 eða sendið mér tölvupóst á kristinh@hi.is Allveganna Stjáni Bingó fer mikinn og ýs hnyttnum athugasemdum yfir landann og ekki spillir að hafa tvær þokkagyðjur sér við hlið. Auk þess hefur Kristján verið þekktur fyrir að bera með sér mikinn þokka.
Með trega ég enda þetta bull og hvet fólk til að láta af öllu blóti og galdrakukli, þegar svara verður krafist við lok þessa lífs skulu þeir kristnu bera ávöxt en hinir heiðnu súpa hland og daunilla mör.
bless


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home