sunnudagur, september 19, 2004

Við bloggum til að lifa og hvað er lífið ef ekki kemur blogg frá Flamíó.
#Blonde redhead á eftir, í austurbæjarbíói, er á fóninum eins og er og gott bloggumhverfi.
#Var í vinunni í morgun og gærkvöldi við góðann orðstír.
#Á morgun tekur þvagfæraskurðdeild við eða Urolgy eins og ég kýs að kalla það fag. Þar verður sko hafsjór af scrotum og blöðruhálskirtlum að skoða og sýnist sitt hverjum um það.
#Vísindaferð á föstudaginn í lyfjafyrirtækinu GKS, mjög gott, fríir pennar og auðvitað bjór og með því. Ég átti í miklum umræðum um lyf og peninga við markaðsstjóra þeirra manna og endaði það allt í bróðerni hinu mesta.
#Í dag er sól og í dag er jafnframt sumar, þó haustið sæki að og október handan við hornið er ekki tími örvæntinga því rauðbirknum haustbrag skal fagna og nýjum tímum taka með opinn arm. Áður en þið vitið er þið komin inn á elliheimili að bíða þess sem verða vill. Klassískar lykilsetningar að nýta hvern dag sem hinn síðasta og þakka fyrir það sem maður hefur verða seint þreyttar.
#Eigið góða daga, elskið náungann sem bróður ykkar og já hvað skal segja.

3 Comments:

Blogger sunnasweet said...

Hahaha....vahaha...hláturinn síðan á föstudaginn ;) verðum að skíra hann eitthvað...hugmyndir?? KidSu-hláturinn..SuKids?? whatever....

1:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu nokkuð kiddi málari ?

8:35 e.h.  
Blogger sunnasweet said...

Einsog þú segir sjálfur svooo réttilega...hvað er lífið ef að Flamíó bloggar ekki....ég bara spyr??

11:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home