sunnudagur, júlí 24, 2005

Ég hef nú á þriðja degið ákveðið að stíga niður frá himnum og er kominn hér aftur til frásagnar um vasklega framgöngu 21 kristinna manna um fjöll og hátinda Íslands.
Ég skildi við ykkur síðast með sögunni af Andra og Magneu og er engum blöðum um það að fletta nema ég fékk heiftarlegan niðurgang og dapurleika í nótt sem ég tel runnið undan rifjum Magneu, nú eða Morinsheiða-Móra sem dvelur í hlíðum Bröttuhvannar og spinnur sín illu örlög og vera ljótur og illþefjandi um aldur og ævi.
Skal þá sagt frá þeim manni er hljóðlátur var. Hann hét og heitir enn Jónsi hvað best ég veit, hann var strípaður rauðum hárlit og bar af sér svo margar freknur að þóttu þær telja eyjar Breiðafjarðar eða vötnin á Arnarvatnsheiði. Jónsi er vinnuþjarkur að vestan og bar konu sína jafnan á baki sínu, hún er Tóta eða Þórlaug. Sú mær ber saman þorskflök og flakar í kör og gullkistu þjóðarinnar. Þau eru frá Vestmannaeyjum og segir sagan að hún Tóta sé kominn í beinan legg af Tyrkjum frá því á 17.öld. Tóta á systurnar Gunnu og Guðmundu sem þið þekkið. Dóttir þeirra heitir Rakel, ung stúlka með tinnusvart hár, skátamær sem á sér þann draum heitastann að binda hinn fullkomna hnút, svo sterkan að jafnvel Valmundur geti ekki átt við. Hún þótti skörungur í göngu.
Í för með okkur slógust baunar þrír. Per, Erika og sonur þeirra Andreas, þau töluð dönsku og hlógu hvað þau gátu, Erika var ligeglad hin mesta en sonur þeirra skemmti sér ótæpilega við að leika sér með poka. Það verður sálfræðigreint seinna að ég held. Þau tvö kunnu vel við sig enda vanir garpar er klifið hafa Andersfjöll og stikað um Himalayafjöllin. Þau voru í vinfengi með þeim Guðmundu og Guðmundi. Einnig var sá maður er ekkert gekk og telst ekki með þeim 21, hann heitir Palli, bar ístruna stoltur og var með bílpróf upp á Land Rover af nýja skólanum.
Einn var sá maður er náði Elvis nánast að atgervi og krafti, sá var faðir hamskiptingsins frá USA. Hann heitir Samúel og er talið að hann hafi eigi fest dúr þessa 5 daga svo mikið gekk hann. Hann kortlagði hlíðarnar og það var ekki einasta arða sem komst undan skósóla hans. Hann var ekki líkur syni sínum hvað varðar hamskipti. Í lok ferðar fékk hann sérstakan heiðursbikar til eignar frá skálaverðnum að Básum í Þórsmörk fyrir framúrstefnulega skemmtun og gleði síðustu nóttina. Skálavörðurinn sagði ,,..þetta var ótrúlegt, hann var að alla nóttina.." Fólk mun seinna segja sögur af þessum veisluhöldum á sama tíma og það fer um það hrollur við hugsunina um Fjalladólginn Hawai-Hemma sem nú herjar á íbúa Melrakkasléttu, það er þegar orði snæra og bjórlaust á austfjörðum.
Bogga var nánast blind og gekk þétt við hlið stoð sinnar Valmunds. Hún bar af sér þokka húsmóður og alúð og umhyggju reyndrar móður. Ætíð með mat og snakk á boðstólunum hin besta heim að sækja vildi hún amk. meina.

Þetta fer nú að verða gott. Ferðasagan verður gefin út í heild sinni í 14 bindum um næstu jól til styrktar Páls Magnússonar sem verður án efa ennþá atvinnulaus þá eins og nú.

Með þökk og von um gæfu og hamingju í brjósti lesenda og vanvitra.
Drottinn heyr vora bæn.....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað mun svo binda safnið kosta í heild sinni!!!

10:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home