sunnudagur, ágúst 14, 2005

Eftir mikið bænahald og föstu í tilefni afmæli míns, sírans, hef ég loks ákveðið að koma aftur fram á ritvöllinn á fák pennann og orðsins. 25 ára fyrir viku síðan og hlaut ég af miklar og fagrar gjafir. 3 uxa fekk ég senda frá páfagarði og rauða hempu er Píus páfi II gekk með er hann kristnaði Engilsaxana á 5.öld. Kross fékk ég um hálsinn frá Kristjáni I, dánarstaður frelsarans steyptur í silfur til að minna mig og aðra á grundvöll frelsis og hamingju í okkar samfélagi. iPOD fékk ég frá ástkonu minni Söru hinni fögru er ættuð frá Húnum í aðra ættina og Spánskum sjóförum í hina, hann mun ég nota í innblástur og sáluhjálp.

Vika í 21,1 kílómetra, Reykjavíkurmaraþonið og sitt sýnist hverjum um það, sjálfur mun ég bera kross á bakinu allt hlaupið til að minna á að í ár eru 2005 ár frá því bróðir minn og frændi ykkar allra lést fyrir syndir alheimsins á krossinum, hann var góður maður sem reyndist mér vel og kunni svo sannarlega að elska náungann. Hann þótti laginn við smíðar, veiðar, bakstur og umbreytingu á vatni í vín. Hann hagnaðist vel á fyrri árum með uppistandi og stórkostlegum storkunum á náttúrulögmálum sem þá voru ekki þekkt eins og E=mc í öðru veldi (þeas. c-ið).

Núna sit ég í myrkrinu og hlusta á Mogwai sem ég hef ekki gert svo lengi. Og þá er komið að fyrirsögnum fyrir hálfvita.

Alice Cooper fór mikinn í Kapla-Krika í kvöld.

Páfi for-dæmir heið-ingja og fjöl-gyðis-trú, neitar ásökunum um aðild að Hitlers-æsku í bernsku

Magnús Scheving kynnir Lata-bæ í Derka Der-kistan

Grafar-vogur hefur sagt sig úr lög-sögu við Reykjavík og hugar að land-vinningum í Mosfellsbæ

Ryan Phillip hefur sagt sig úr lögsögu við Reese Witherspoon og tekið saman við Ástþór Magnússon

Dr. Magnus Himmelbjerget hefur fundið út eftir áratuga rannsóknir á andefnum og hvatberaerfðaefni nefapa samanborið við Háfjallaskjaldbökuna að kona sín Lisa Galgöpping sé leiðinleg og hefur þegar farið fram á skilnað.

Góða nótt kæru vinir......megi Guðs englar vaka yfir ykkur, verða ykkur náðugir og gefa yður frið.

Amen

4 Comments:

Blogger Kristinn Logi said...

Takk fyrir það

7:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flaming Hot!
Bróðir þinn dó ekki fyrir 2005 árum; Aðeins styttra síðan! ca 33 árum styttra!
Varð að kommentera á það

8:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er viss um að bróðir þinn er að velta sér í gröfinni núna Kristinn. Að vísu situr hann við hægri hönd Guðs (föður almáttugs) að dæma lifendur og dauða en hann dó fyrir syndir okkar fyrir ca 1972 árum A.D (anno domini).

2:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

a.d = anno domini
b.c = before christ...

þetta er wiki-prumpu-piki útskýringin...

greinilegt að eini gaurinn sem kunni latínu þegar einhverjir voru að ákveða þetta hafi dáið drottni sínum rétt eftir að hafað frussað út úr sér "Hey! hvað með anno domini?..."

Annars til hamingju með afmælið :)

8:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home