þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Sælir vinir og vandamenn. Sem ég er síra bið ég ykkur góðan daga og gott kristilegt líf í algleymi andans og trúarinnar.
Að kvöldlagi í gær varð mér það ljóst að ég skyldi predika orð mitt út á meðal héraðsbúa Íslendinga. Þí hef ég ákveðið að söðla um og mun ég dveljast í Borgarnei 23.des til 2.janúar, já sannlega segi ég yður að þið þurfið ekki að óttast þó ég yfirgefi ykkur, þetta er einungis 9 dagar.
En að öllu gríni slepptu þá er ég að fara að vinna á heilsugæslustöð þeirra Borgnesinga á umræddu tímabili, ég verð á krónískri vakt allan tímann sem sagt alltaf með símann við höndina og kem til með að búa í íbúð á heilsugæslustöðinni. Ykkur frjálst að koma að heimsækja mig enda er þetta engin vegalengd eftir að göngin koma ha.

Annars hefur ýmislegt drifið á daga mína. Framundan er póf í barnalæknisfræði á mánudaginn kemur.

Ég mæli eindregið með því að þið farið að sjá Elisabethtown og takið einhvern sem þið hatið með ykkur. Orlanda Bloom fer vonandi hvað á hverju að enda feril sinn sem lífvæn mannvera.

Jæja gott í bili, sírann vildi bara koma með þessa tilkynningu.
Farið í friði.
amen

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar ekki vel að búa Á heilsugæslustöðinni, eflaust hvergi fleirri draugar en á spítölu, heilsugæslum og elliheimilum. EN það er þá allavega stutt í vinnuna, múhaha. Góða skemmtun.

5:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home