laugardagur, september 10, 2005

Síðdegisblogg frá síranum:
Boðorð dagsins er nr.1:. Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig

Inngangur: Á mig hafa sótt undarlegir draumar síðastliðnar nætur. Það er sem óráðsía sé hlaupin í mig og hugur minn er sem úr sambandi við sjálfið og raunveruleikann. Draumar þessir eru ekki martraðir en samt illir og óvíst hvað ráða má úr þeim. Menn eru vegnir eða við dauðans dyr, hörmungar og ólaglegheit. Hér má kannski ráða að við dauða eins tímabil hefst upphaf þess næsta, þannig að ekki eru allir vondir draumar af hinu slæma.

Meginmál: Nú horfi ég út um gluggann sem er skítugur sem grútur. Skemmtilegt kvöld í gær. Bræðralagið Kvenmennirnir þar til betra nafn finnst var stofnað heima hjá DÞÞ. Rauðvínssmökkun, heimagerðar pizzur, fyrirlestrar og tölvuleikir. Fullkomin blanda. Bæjarferð þar sem menn fóru mismikinn, sumir flugu hátt á öldum Gleðinnar en aðrir sukku hratt í brimi Bakkusar.

Lokaorð: Á morgun er helgur dagur og hvet ég menn til bæna.

Vér biðjum: Blessunin sé ykkar. Takið ljós drottins inn í hjarta ykkar og lát það lýsa upp spor ykkar og þeirra er ganga um dimma dali lífs og landa. Allar vorar bænir felum vér í þeirri bæn er drottinn hefur kennt okkar að biðja.
"Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,til komi þitt ríki,verði þinn vilji,svo á jörðu sem á himni.Gef oss í dag vort daglegt brauð.Fyrirgef oss vorar skuldir,svo sem vér og fyrirgefumvorum skuldunautum.Og eigi leið þú oss í freistni,heldur frelsa oss frá illu.Því að þitt er ríkið,mátturinn og dýrðin að eilífu."Amen

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Síra.
Mér finnst nú dálítið einkennilegt að þú skyldir ekki minnast þeirra kristnu manna sem féllu í árás villimannanna á tvíburaturnanna fyrir fjórum árum!
Eða er ekki rétt að grínast með þetta?

8:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home