fimmtudagur, október 20, 2005

Jú Allý mikil mistök af minni hálfu að fara rangt með nafn þessa mikilmennis sem ég sá einu sinni í sundi á sundskýlu einu fata. Kristjánsson er hans aftasta nafn og ber hann það ágætlega, þá er ég ekki að gera grín að Kristjáni a.k.a. Djákna.
Ég var rétt í þessu að reka horn á stærðarinnar blaði í augað á mér, illir andar á ferð, held ég dragi mig í hlé og hýði einhvern saklausan borgara vegna þess að ég mun telja hann heiðingja

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða djöfuls auglýsingar eru þetta alltaf hérna? Maður vonast eftir að berja augum einhver skemmtileg komment eins og hún Allý kom með hérna um daginn, þó ég viti ekkert hver það er eða einhver einföld og góð komment frá mönnum eins og Djáknanum Kristjáni úr Smára.

5:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heil sé Kristni Loga, og megi stúfurinn ávallt ganga með svipuna hátt, þó svo ekki væri til að hýða landkrabba og annan. Leystu vor af álögum þorpskipans og illum vættum. Kristinn minn, ég veit sjaldnast hvað í ósköpunum það er sem þú ert að reyna að koma á framfæri ;o) Kveðja frá Bristol, höfuðborg þrælaverslunar á Bretlandi.

12:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er þorpskipan Mikael ??

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælir Síra á þessum drottins degi.

Almúgin hefur komið að mér og beðið fyrir því að þú verðir virkari í þínum helgi skrifum. Ég veit að sírar hafa nóg að gera en ekki má gleyma almúganum sem alltaf þarfnast visku þinnar og vörslu. Með von um góð kristileg skrif, gakktu í ljósinu ávallt.
drottins kveðjur.

Djákninn!

12:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég styð Djáknann í þessu máli. Þú vilt ekki hætta á bændauppreisn gegn kirkjunni líkt og tíðkaðist í Frankaríki á 13. öld? Ég er ekkert að hóta þér en ég rakst á reiða Fransmenn með fulla vasa af bensínsprengjum og kyndla á lofti

2:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home