mánudagur, október 17, 2005

Komið þið sæl vinir. Innilega tala ég við ykkur því mér er það kært að eiga ykkur til sjávar og sveita.

Ég hef nýlokið við myndina Kingdom og heaven sem fjallar um baráttuna um Jerúsalem. Falleg mynd sem einblínir á það eilífðar blóðbað sem mun alltaf hljótast af trúarofstoppa og brenglun á skynjun mannsins. Þegar einn maður vildi þyrma lífi manna vildu aðrir eignast land og auðæfi. Allt fór þetta fram undir formerkjum kristinnar og islamskrar trúar.

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lokið. Davíð hefur yfirgefið vígvöllinn og kepptist í lokaræðu sinni að rífa tennurnar úr kjafti andstæðingsins. Menn segja að flokkurinn sé kominn nær miðju á meðan aðrir vilja meina að hann sé kominn lengra til hægri, vá æðislegt.
Framsóknarflokkurinn er á meðan á leiðinni niður og hugsanlega stefna þeirra mun ráðast í næstu kosningum þegar fylgið er orðið 0,7 %, þá fer herferðin í gang, áróðursmaskínan með steinrunnu brosi forrystunnar í fararbroddi.
Samfylkingin vill afnema matarskatta, einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, lækka tekjuskatta og auka frjálsræði í viðskiptum. Þeir berjast semsagt á flestöllum vígstöðvum sem hægt er að hugsa sér og fyrir atkvæðum manna í öllum þrepum þjóðfélagsins.
Vinstri grænir vilja fá Sigur Rós til að semja nýjan þjóðsöng, afnema þjóðkirkjuna og innleiða rassskellingar í grunnskólum.
Frjálslyndi flokkurinn vill sameinast Sjálfstæðisflokknum, leggja bann við því að keyra edrú, senda fólk eldra en 70 ára úr landi og taka upp dauðarefsingu.

Já þetta var létt og skemmtileg samantakt á pólitísku landslagi Íslendinga, að mörgu að gæta og sitt sýnist hverjum um hvað.

Kastljós með nýjum brag-á eftir að ákveða hvað mér finnst um það. Ísland í dag reynir að svara með alíslenksum fronti og gefur lítið eftir með nákvæmlega sama útlitinu. Logi Bergmann hlýtur að vera ótrúverðugasti fréttamaður seinni tíma, hann ehfur þó sannað það að 7 ára krakkar sem kunna að lesa geta öll orðið stjörnufréttamenn sem fara úr að ofan þegar þeir detta í það.

Reykjavíkurflugvöllur tilkynnti í dag að hann hyggðist flytja sig á brott, hann væri orðinn langþreyttur á því að allir töluðu um hann í 3.persónu og enginn talaði lengur vel um sig. Ekki hefur verið gefið upp hvar hann mun dveljast þangað til.

Hans heilagleiki páfi hefur gefið það út að hann muni taka þátt í asics auglýsingarherferð á næstu mánuðum og slæst þar með í köppum á borð við : Ben Johnson, Linford Christie, Hejke Drachsler, Sergei Bubka, Halie Gibresselassie, Eyðimerkuljóninu, Gunnari Birgissyni og Kidda Bigfoot. Kók mun gefa tóninn og Bylgjuhraðlestinn með Siggu og stjórninni verður að sögn heimildarmanna aldrei langt undan. Ágóði mun renna til Hitlersæskunnar í Ruhr og gróðafyrirtækja Vestanhafs.

Sigurður Kári Stefánsson hefur tilkynnt um útgáfu nýrrar bókar sem ber heitið ,,ég var forseti Versló en svo keyrði ég fullur og endaði á Alþingi"

Allt er þetta nú í fyllsta trúnaði og léttum fasa.

Að lokum skulum við rísa úr sætum og taka á móti frumburði þeirra Úlfs og Lilja. Megi hann lengi lifa og veita öðrum hamingju.
,,Húrra, húrra, húrra"

Lokaorð:
Takið við kaleika krists, líkama og blóði.
Farið vel með tímann ykkar, gerið eins við aðra og þið viljið að aðrir geri fyrir ykkur
Þess óskar ykkar vinur og forgöngumaður
Sírann

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

SNILLINGUR!

12:52 e.h.  
Blogger Ally said...

Er ekki sigurður kári Kristjánsson??
Eða var þetta bara diss að muna ekki eftirnafnið?
Eða er þetta allt annar maður sem um er ritað?
Eru þetta fjórar spurningar í röð?

10:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home