fimmtudagur, október 06, 2005

Enn á ný hefur almættið talað í genum mig og sigrað svartnætti þögullar eymdar. Já Sírann hefur dustað af raddböndunum, en þar sem þetta er allt á ritmáli verði þið að lesa mitt mál og ljá rómi mínum hljóðbrigði ímyndunar ykkar.

Hafandi sagt þetta vil ég halda áfram með þessi skrif.

Ísland er enn lemstrað eftir átök sl. daga og vikna þar sem geðveiki, völd, peningar, hórdómur og stuldur á e-póstum hefur farið ofar skynsemi, vináttu og algleymi góðrar mannlegrar visku. Já hvenær mun maður læra að horfa framhjá efnishyggju og skammtímahamingju í formi plasmasjónvarpa, snekkja og gullhálsmenna. Aldrei segi ég, en svo lengi sem kristilega vel alið upp fólk á borð við mig og þig les bloggið mitt og hlustar á Drottinn guð almáttugann (í gegnum mig) mun raunsæið og skynsemin alltaf verða ofan í baráttunni við allt það afturhaldsöfgarugl sem í gangi er.
Ég segi: "..leyfum guði að ráða hvað verður um glæpamenn, nauðgara og morðingja..myndi hann ekki kjósa drekkingahyl, borgaralegar pyntingar og háð sem myndi enda á hæstu hæð tiltekins þorps með aftöku í þágu þjóðar og í valdi lýðræðis og heilla siðprúðum betri hlutanum..."

Já það er reiði sem blundar í mér. Mikilvægt að ljá reiðinni farveg í öðru en skapofsa og brjálsemi. Blekið er betri en púðrið, ég veit b og p smella ekki alveg saman. Hvað með blekið og blaðið í stað blóðsins og byssunar....bb og pp.

Mál og menning hefur verið í viðræðum við mig undanfarið varðandi höfundarétt á blogginum mínu og á sama tíma hefur Júlíus Kemp sagt opinberlega að hann muni framleiða myndina "Sírann okkar" á komandi vordögum.

Sjálfur hef ég kosið að kalla mig Emanúel að skáldanafni öðru en sírann og þýðir það samkvæmt fornhebresku "..guð er með þér.."

Farið með orð mín í sálu yðar. Sofið vært undir ljúfum nið himneskra tóna engla þeirra sem í mínu nafni yfir ykkur vaka. Góð nótt og hafið það gott.
Þess óskar hinn himneski faðir um aldir alda
Amen

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vinsamlegast takið ekki mark á þessum manni sem reynir að hagnast á minn kostnað

5:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home